Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. maí 2019

Viðræður samninganefnda Sameykis

Viðræður eru hafnar við flesta viðsemjendur Sameykis. Þeir stærstu eru ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þó nokkrir fundir hafa verið haldnir og viðræðurnar hafa snúist um styttingu vinnuvikunnar, launaliði auk ýmissa réttindamála. Það er félaginu vonbrigði að viðræðurnar ganga mun hægar en vonir stóðu til. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum fyrir sumarið og vonandi mun það nást. Á fimmtudaginn 23. maí er næsti fundur bókaður í kjaraviðræðum við Isavía.

Þeir kjarasamningar sem hafa verið lausir frá áramótum eru við Orkuveituna og Fríhöfnina en þar eru viðræður heldur ekki komnir lengra á veg.

Í gær hittust samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélagi og viðræðunefnd sveitarfélagsfélaganna innna BSRB, þar sem Garðar Hilmarsson varaformaður Sameykis er fulltrúi félagsins. 


  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)