Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. júní 2019

Bjarg byggir 80 íbúðir á Kirkjusandi

Íbúðirnar verða í átta húsum sem Þingvangur hefur tekið að sér að byggja fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum og leggur Reykjavíkurborg fram lóðina sem stofnframlag til Bjargs en ríkið styrkir einnig uppbygginguna með 18% stofnframlagi.

ASK arkitektar teiknuðu húsin sem verða byggð úr steypu og timbri.

Félagsbústaðir munu eiga og leigja út 20% íbúða í húsunum í Hallgerðargötu á móti Bjargi íbúðafélagi.

Kirkjusandur er ákaflega vel staðsett svæði og er útivistargildi svæðisins mikið og gott aðgengi að strandlengjunni og Laugardal. Hallgerðargata tengist gömlum og rótgrónum hverfum á Teigunum og Lækjunum. Stutt er í alla verslun og þjónustu, t.d. Laugardalslaug, Skautahöllina, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Safn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga og Sólheimabókasafn.

Fulltrúar Bjargs og verkalýðsfélaganna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og fulltrúum frá Þingvangi tóku skóflustunguna í gær en framkvæmdir við íbúðirnar hefjast strax.

Bjarg íbúðafélag er með 563 íbúðir í byggingu þar af 499 í Reykjavík og verður flutt inn í fyrstu íbúðirnar við Móaveg í sumar en það var fyrsta byggingarframkvæmd Bjargs.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)