8. ágúst 2019
Kjaraviðræður að komast á fullan skrið

Í vikunni hafa samninganefndir Sameykis og Reykjavíkurborgar nú átt tvo daglanga fundi og viðræður því komnar aftur á fullt skrið eftir sumarleyfi. Sameyki leggur eftir sem áður mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í kröfum sínum en auk þess er nú einnig verið að ræða aukinn hlut starfsþróunar og launaþáttinn. Enn ber nokkuð mikið á milli aðila en mikil lögð er áhersla á að ljúka samningum fyrir miðjan september. Í næstu viku munu samninganefndir Sameykis og ríkis hittast og þá hefjast kjaraviðræður við fulltrúa ríkisins.