Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. september 2019

Bjarg fagnar tímamótum

Íbúðafélagið Bjarg fagnaði tímamótum í starfsemi félagsins á árinu þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi. Síðan hafa bæst við 99 fjölskyldur í sem hafa fengið afhentar íbúðir Reykjavík og á Akranesi. Bjarg mun afhenda um 150 íbúðir á árinu og verða þá íbúar í íbúum Bjargs orðnir á fjórða hundrað.

Framkvæmdir á vegum Bjargs hafa gengið vel á árinu. Bjarg er með um 400 íbúðir í byggingu og eru þær staðsettar við Móaveg í Grafarvogi, Urðarbrunn og Silfratjörn í Úlfarsárdal, Hallgerðargötu við Kirkjusand og Hraunbæ ásamt því að 32 íbúða fjölbýlishús er í byggingu við Guðmannshaga á Akureyri.

Þá eru Bjarg með í undirbúningi framkvæmdir vegna 463 íbúða. Þær íbúðir verða staðsettar í Bryggjuhverfi Grafarvogi, Gelgjutanga í Vogabyggð, í Skerjafirði, Hamranesi í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og nýju Björkuhverfi á Selfossi.

Bjarg á í viðræðum við önnur sveitafélög um byggingu leiguíbúða en félagið leggur áherslu á að eiga í góðu samstarfi við aðila alls staðar á landinu.

Frekari uppbyggingin er háð veitingu stofnframlaga sem ríki og sveitafélög leggja til verkefna félagsins. Fjármagn til stofnframlaga hefur verið af skornum skammti og umsóknir eru langt umfram fé til úthlutunar. Í kjarasamningum 2015 var lofað að 2/3 stofnframlaga myndi renna til íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldna á vinnumarkaði. Það hefur ekki gengið eftir en vonir standa til að á haustþingi verði sú ráðstöfun staðfest.

Vefsíða Bjargs er www.bjargibudafelag.is

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)