Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. október 2019

Spennandi málefnastarf í nefndum

Fulltrúaráð ákvað á fundi sínum í síðustu viku að eftirfarandi fastanefndir skyldu starfa. Á fundinum var jafnframt kosið í nefndirnar fjórar. Starf þeirra hefst strax á næstu vikum. 

Nefnd um félagsleg málefni
Sameyki vill stuðla að því að félagsmenn séu meðvitaðir um félagsaðild og að samheldni ríki meðal félagsmanna. Hlutverk nefndar er að auka tengsl við félagsmenn með því að standa fyrir skemmtunum og menningarviðburðum auk þess að vera stefnumótandi um upplýsingamiðlun til félagsmanna. Í nefndina voru kjörin þau: Áslaug Finnsdóttir, Vættaskóla, Egill Kristján Björnsson, Fangelsismálastofnun, Gerður Magnúsdóttir, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hlíða og miðborgar, Inga Lára Pétursdóttir, Fjölbraut við Ármúla, Sigurður Svanur Pálsson, Barnaverndarstofu og Daði Sigmarsson, Vinakoti. Fulltrúi stjórnar Sameykis verður Rut Ragnarsdóttir.

Nefnd um Framtíðarvinnumarkaðinn
Nefndin mun fjalla um breytingar á vinnumarkaði s.s. breytingar á störfum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar, breytinga á samsetningu þjóðar, aldurssamsetningu þjóðarinnar o.fl. Nefndin mun m.a. fjalla um og koma með hugmyndir að því hvernig Sameyki getur sem best undirbúið félagsmenn undir breytingar á vinnumarkaði, skoði hvernig vinnustaðir komi til móts við starfsmenn með sí- og endurmenntun starfsmanna og þjálfun í ný störf. Í nefndina voru kjörin: Baldur Vignir Karlsson, Háskóladeildin LSH, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Leikskólanum Nóaborg, Margrét Högnadóttir, Ríkisskattstjóra, Höskuldur Einarsson, Vinnumálastofnun, Sólrún Færset, Þjóðskrá Íslands og Ragnheiður Hansen, Skálatúni. Fulltrúi stjórnar verður Sameykis Ramuné Kamarauskaite.

Nefnd um Jafnréttismál
Sameyki lætur sig varða jafnréttismál og vill standa vörð um bæði félagslegt jafnrétti og kjarabundið jafnrétti. Nefndin vinni tillögur að stefnu Sameykis í jafnréttismálum. Fylgjast með kynbundnum launamun, vera vakandi fyrir kynbundinni mismunum á vinnustöðum og í starfi Sameykis koma með ábendingar til stjórnar. Hvetja til aukinnar umræðu um jafnréttismál innan Sameykis og utan. Í nefndina voru kjörin Kári Sigurðsson, Miðberg frístundamiðstöð, Guðbjörg Erna Erlingsdóttir, Faxaflóahöfnum, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Íslenski dansflokknum, Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir, Grund hjúkrunarheimili, Judit Varga, Strætó og Elva Sveinsdóttir, Sýslumanni. Fulltrúi stjórnar Sameykis verður Herdís Jóhannsdóttir.

Nefnd um Umhverfis og loftlagsmál
Sameyki lætur sig varða umhverfis og loftlagsmál og gerir sér grein fyrir að það þarf að tryggja að við höfum jörð til að starfa á. Nefndin er ætlað að vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir Sameyki. Komi með hugmyndir um hvernig Sameyki geti veitt stjórnvöldum og atvinnurekendum aðhald við að vinna að umhverfis- og loftlagsmálum og hvernig Sameyki getur unnið að því að vera vistvænna í starfsemi sinni, hvernig félagið geti aukið meðvitund félagsmanna um umhverfis- og loftlagsmál og haft árhrif til vistvænni lifnaðarhátta. Í nefndina voru kjörin þau Anna Pálína Jónsdóttir Skógræktin, Bjarni Benedikt Bjarnason, Umhverfis-og skipulagssvið, Pétur Ásbjörnsson, Landspítali Háskólasjúkrahús, Stella Aðalsteinsdóttir, Umhverfisstofnun, Þorsteinn Jónsson, Raunvísindastofnun HÍ og Hjörtur Árnason, Veðurstofa Íslands. Fulltrúi stjórnar Sameykis Bryngeir A. Bryngeirsson.



  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)