Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. október 2019

Við verðum öll að sitja við sama borð

Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands ávarpaði ráðstefnugesti NOFS (Nordens Offentliganställdas Fackliga Samorganisation) í Helsinki í morgun og fulltrúi Sameykis situr. Rinne talaði meðal annars um mikilvægi þess að finnska stjórnin sé nú að vinna gegn ofurhagnaði einkafyrirtækja, enda séu góð skil á skattfé undirstaða góðs velferðarsamfélags. Rinne lagði mikla áherslu á mikilvægi norræna módelsins enda ræðst velferðarstatusinn og lífskjörin af skattinum. „Grunnurinn er sá að við sitjum öll við sama borð“, sagði Rinne. „Börn ráðherranna fara í sama skóla og allir aðrir. Þannig verður það að vera einnig í framtíðinni. Lykill að þessu liggur í velferðarkerfinu. Skatturinn á að fara í velferðarkerfið og ekkert annað.“

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Peter Ringstad ráðgjafi frá Tax Justice Network í Noregi sem fjallaði um tekju- og skattadreifingu á heimsvísu og hvernig innkoma fjölþjóðafyrirtækja á markaðinn breyta myndinni. Skatttekjur eru hrað minnkandi í flestum vestrænum löndum og hlutur fjölþjóðlegs hagnaðar á heimsvísu eykst hratt. Áætlað tap af skattaundansvikum er talið í billjörðum en mest er tapið metið í Bandaríkjunum, Kína, Japan, India og Argentína en Frakkland og Þýskaland eru einnig ofarlega á listanum. Hann sýndi m.a. áhrifaríkt módel sem fjölþjóðafyrirtæki eins og Uber, Nokia, Amazon, Google og fleiri starfa eftir til að komast hjá því að greiða skatta til samfélagsins og hámarka hagnaðinn. Því skyldi engan undra að lókal fyrirtæki greiða mun meiri skatta til samfélagsins en fjölþjóðafyrirtækin.
Erindi Peters var innlegg í umræðuna um einkavæðinguna og mikilvægi hins opinbera í norrænum velferðarkerfum sem er yfirskrift ráðstefnunnar í Helsinki. Áhugi stéttarfélaganna á skattamálum er mikill enda byggir norræna módelið og velferðarkerfin okkar á sterku skattaumhverfi og skattaundanskot grafa beint undan undirstöðum þess. Þá hefur það áhrif á kjaraviðræður ef stéttarfélög geta ekki treyst því að fyrirtækin gefi upp réttar tekjur. Gagnsæi og sanngjarnt skattakerfi sem forsenda þess að jafnvægi gildir í viðræðunum.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)