Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. nóvember 2019

Aldarafmæli LSR lífeyrissjóðs

Í tilefni aldarafmælis LSR verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavik Nordica á afmælisdegi sjóðsins, þann 28. nóvember næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um sjálfbærar fjárfestingar og mikilvægi samtryggingar.

Dagskráin verður fjölbreytt með áherslu á framtíðina en við skoðum einnig 100 ára sögu LSR. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ávarp og Philip Ripman, sjóðsstjóri hjá Storebrand í Noregi ætlar að ræða um sjálfbærar fjárfestingar í erindi sínu. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um mikilvægi samtryggingar í nútímasamfélagi.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinum á vef LSR.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)