Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. janúar 2020

Kjarasamningsviðræður alla daga

Í morgun hafa fulltrúar okkar setið samningafundi bæði hjá Reykjavíkurborg og Isavia. Við vonumst til þess að þeir fundir hafi þokað okkur örlítið nær samningum en í vikunni eru fjölmargir fundir áætlaðir með flestum okkar viðsemjendum. Næstu daga munum við reyna til hins ítrasta að ná samkomulagi svo ekki þurfi að koma til aðgerða. Við höfum nú verið samningslaus í næstum 10 mánuði og sumir félagsmanna okkar lengur. Ef við sjáum ekki til lands næstu daga munum við lítum svo á að það sé í höndum viðsemjenda okkar að afstýra verkfallsaðgerðum. Þetta ástand er með öllu óþolandi og því höfum við boðað alla okkar fulltrúa í samninganefndum ríkis, borgar og sveitarfélaga á fund nú síðdegis til að ráða ráðum okkar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)