Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. janúar 2020

Vetrarleiga og hagnýtar dagsetningar úthlutana

Vetrarleiga orlofshúsa er nú í fullum gangi. Hægt er að bóka 5 mánuði fram í tímann innanlands en 6 mánuði fyrir Spán. Nema yfir úthlutunartímabil. Fyrsta virka dag í mánuði bætist við nýr mánuður.

Páskar innanlands. Opið verður fyrir umsóknir 20. janúar til 20. febrúar. (Svar berst 25. febrúar.)
Leigutímabil er þrennskonar og misjafnt eftir húsum – upplýsingar koma fram þegar verið er að sækja um.
6-13. apríl
3-8. apríl
8-13. apríl

Spánn í sumar. Opið er fyrir umsóknir 15. janúar til 15. febrúar. 

Sumar innanlands. Opið verður fyrir umsóknir 6. mars og stendur umsóknartímabilið fyrir sumarið innanlands til 26. mars.

Sumar á Spáni og innanlands
Orlofstímabilið er 29. Maí – 28. ágúst 2020 fyrir allar íbúðirnar á Spáni. Sama á við flest hús hús innanlands en nokkur þeirra hafa örlítið annan tíma leigutíma.

Opnað er fyrir leigu eftir að sumartímabili lýkur 28. ágúst 2020

Spánn: 
1. mars er opnað fyrir það sem ekki fór í úthlutun. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Innanlands: 1. apríl er opnað fyrir það sem ekki fór í úthlutun. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Allar umsóknir og bókanir eru á Orlofsvef Sameykis, en hægt að hafa samband við skrifstofu ef aðstoðar er þörf. Athugið að ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu er sótt um, kerfið okkar raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félasgmanna. Við minnum á að félagar í Lífeyrisdeild Sameykis geta ekki sótt um á umsóknartíma, en geta sótt um þegar opnað er fyrir alla félagsmenn, að lokinni úthlutun. Fleiri hagnýtar upplýsingar má finna hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)