Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. janúar 2020

Af fundafári vikunnar

Kjaraviðræður við ríki, Reykjavíkurborg, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Strætó, Orkuveituna og Isavia héldu áfram í vikunni og var árangur fundanna æði misjafn. Ekkert mál er í höfn en sum þeirra mjakast áfram meðan önnur hreyfast ekki. Áfram verður fundað, einhverjir fundir eru áætlaðir um helgina og næsta vika er óðum að fyllast. Það þykir þó fréttnæmt að vinnuhópur um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem starfað hefur undanfarnar vikur fundar allan daginn í dag og mun funda alla helgina. Í vinnuhópnum eiga sæti fulltrúar viðsemjenda og BSRB auk annarra heildarsamtaka. Þar eru allir sammála um að gera atlögu að því að klára þá umræðu enda hafa samningaviðræður meðal annars strandað á kröfum okkar um styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk. Við höfum lagt mikla áherslu á þá kröfu frá upphafi og munum ekki skrifa undir samninga nema vaktavinnufólkið okkar fái sitt.

Í ljósi þess hve samningaviðræðurnar hafa tekið langan tíma og hversu mikillar óþolinmæði gætir í okkar hópi þá höfum við hafið fundaherferð og höfum heimsótt nokkra stærstu vinnustaðina undanfarna daga. Á fundunum hefur verið rætt um stöðuna í kjaraviðræðunum og afstöðu félagsfólks til mögulegra aðgerða til þess að þrýsta á um að samningar náist. Það er áberandi að hvort sem rætt er við fólk á Landspítala, Sjúkratryggingum, félagsfólk okkar í grunnskólum eða á Höfðatorgi, það eru allir tilbúnir í aðgerðir.

Fundaherferðin heldur áfram í næstu viku og við hvetjum sem flesta til þess að mæta á fundina, þeir eru vandlega auglýstir á viðburðadagatalinu. Á fimmtudaginn 23. janúar höfum við síðan opinn fund á Grettisgötu 89, kl. 17:00. Sá fundur er opinn öllum félagsmönnum og verður með sama sniði og vinnustaðafundirnir.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)