Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. febrúar 2020

Nýjar íbúðir Bjargs í Þorlákshöfn

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi Bjargs íbúðafélags í Þorlákshöfn var tekin fyrir helgi. Húsið mun rísa í Sambyggð 14 og verður 12 íbúða tvílyft fjölbýlishús. Um er að ræða svokölluð kubbahús, sem eru vistvænar og endingargóðar timburbyggingar, eins og fram kemur í frétt á vef Bjargs. Reiknað er með að húsið rísi hratt og er áformað að fyrstu leigjendur geti flutt inn í október næstkomandi. Verktakinn er Eðalbyggingar ehf. og arkitekt er Svava Jóns slf. Hægt er að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi, hvort sem er í Þorlákshöfn, í Reykjavík eða annarsstaðar, á vef Bjargs.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)