Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. febrúar 2020

Mikill meirihluti hlynntur verkfallsaðgerðum

Trúnaðarmannaráð Sameykis stéttarfélag samþykkti samhljóða á afar fjölmennum fundi í gær að fara strax í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. En félagið hefur ásamt öðrum aðildarfélögum í BSRB verið samningslaust nú í tæpt ár og átt fjölmarga árangurslitla fundi með viðsemjendum. Atkvæðagreiðslan um verkfallsboðun mun fara fram frá og með næstkomandi mánudegi til miðvikudags og nær til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað, Seltjarnarnesbæ og Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, alls um 8 þúsund manns.

Síðustu daga hefur félagið gert óformlega skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til verkfallsaðgerða. Skemmst er frá því að segja að afgerandi meirihluti þeirra styður verkfallsaðgerðir félagsins til að þrýsta á um kjarasamninga eða tæplega 90%. Þetta á við um vinnustaði allra viðsemjenda sem verkfallsaðgerðir beinast gegn.
Atkvæðagreiðslunni um boðun verkfalls lýkur að kvöldi miðvikudags og munu niðurstöður hennar tilkynntar á fimmtudag.

Styður þú verkfallsaðgerðir til að þrýsta á kröfur okkar?                                                               


 

Greint eftir vinnustöðum


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)