Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. mars 2020

Samkomulag um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks í höfn

Samkomulag náðist í gærkvöldi í kjarasamningsviðræðum BSRB við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er stór áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.

Samkomulagið var staðfest seint í gærkvöldi með fyrirvara um að samningar náist um önnur málefni sem út af standa. Þar sem viðræður eru enn í gangi er ekki tímabært að upplýsa hvað felst í samkomulaginu á þessu stigi. Það verður kynnt fyrir félagsmönnum aðildarfélaga BSRB um leið og kjarasamningar hafa náðst.

BSRB fer með samningsumboð fyrir hönd aðildarfélaga um stór sameiginleg mál. Þau stærstu eru stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar, launaþróunartrygging og jöfnun launa milli markaða. Önnur mál, svo sem launahækkanir og sértæk mál sem varða einstök félög, eru á borði einstakra aðildarfélaga sem munu semja um það beint við viðsemjendur.

Aðildarfélög hafa boðað til verkfallsaðgerða til að þrýsta á um gerð kjarasamninga, en samningar stórs hluta félagsmanna BSRB hafa nú verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir þetta samkomulag eru enn eftir stór mál eins fram hefur komið annars staðar, t.d. er launaliðurinn í uppnámi í samningum við ríkið svo við munum halda okkar striki og verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)