Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. mars 2020

Foreldrar fái greiðslur vegna skerðinga á skólastarfi

Í frétt á vef BSRB kemur fram að BSRB kallar eftir því að foreldrar barna sem þurfa að vera frá vinnu vegna skerðinga á skólastarfi eða vegna þess að barn viðkomandi sé í sóttkví fái rétt til tímabundinna greiðslna frá ríkinu rétt eins og fólk sem þarf að vera í sóttkví, í umsögn sem send hefur verið Alþingi.

Í umsögn bandalagsins um frumvarp um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví fagnar bandalagið frumkvæði stjórnvalaga og hvetur til þess að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. BSRB og aðildarfélög bandalagsins hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir vegna COVID-19 faraldursins og snúa margar þeirra að réttindum starfsmanna í sóttkví.

Í umsögninni er bent á að ákvæði í kjarasamningum um rétt til launaðra fjarvista vegna veikinda barna nái ekki í öllum tilvikum til foreldra sem eigi barn í sóttkví. Þá eigi foreldrar misauðvelt með að vinna í fjarvinnu heiman frá og eru þar með misvel í stakk búnir til að bregðast við skerðingum á skólastarfi.

„BSRB hefur talað fyrir því að það sé samfélagsleg ábyrgð allra, þar á meðal fyrirtækja og stofnana, að virða tilmæli stjórnvalda í þessu ástandi og hefur beint því til stofnana að veita starfsmönnum sveigjanleika í þessum aðstæðum,“ segir í umsögninni. Veita eigi stuðning við fjölskyldur sem þurfi að vera frá vinnu vegna samkomubanns og geta ekki unnið heiman frá.

„Til þess að tryggja öryggi samfélagsins, og sérstaklega viðkvæmra hópa, er mikilvægt að afkoma launafólks sé tryggð, svo fólk veigri sér ekki við að fylgja tilmælum yfirvalda,“ segir jafnframt í umsögninni.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)