Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. maí 2020

Til hamingju með daginn kæru félagar

Við óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag launafólks 1. maí. Dagurinn er svo sannarlega með öðru sniði en vanalega um allan heim. Engar fjölmennar baráttugöngur um bæi og borgir vegna samkomubanns en slíkt hefur aldrei gerst síðan fyrsta baráttugangan var farin hér á landi árið 1923. Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson lætur það þó ekki stöðva sig heldur ávarpar félagsmenn hér með aðstoð tækninnar. Yfirskriftin í ár er "Baráttan fyrir betra þjóðfélagi" og er þar vísað í baráttusöng launafólks Internationallann. Við ásamt öðrum stéttarfélögum á landinu höfum reynt að aðlaga okkur ástandinu og munum við vera ofur virk á samfélagsmiðlum, blöðum og í sjónvarpi í staðinn, því við viljum fyrir allan mun senda okkar frábæra félagsfólki baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Ávarp Árna Stefáns formanns Sameykis

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)