Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. júní 2020

Til hamingju með áfangann! Útskriftarhópur í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu

Róbert Daníel Jónsson ljósmyndari tók myndirnar.

Laugardaginn 20. júní urðu þau tímamót að 23 starfsmenn ríkisins útskrifuðust úr diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið var upp á nám í opinberri stjórnsýslu á fagháskólastigi og var það þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt og Háskólanum á Bifröst í samvinnu við Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er liður í úrvinnslu bókunar með kjarasamningi Sameykis og fjármálaráðherra um að fjölga menntunar- og starfsþróunarúrræðum fyrir ríkisstarfsmenn. Það voru 28 starfsmenn frá 23 stofnunum ríkisins sem hófu nám haustið 2018 og afar ánægjulegt að langflestir náðu að fara alla leið, en það getur verið átak að fara í nám og samræma það við vinnu og fjölskyldulíf. Áhersla var lögð á að nemendur í tilraunahópnum tækju námið á hálfum hraða til að dreifa álaginu, þannig að 60 einingarnar dreifðust á tvö ár. 

Sameyki óskar útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann.

Námið er fullgilt 60 ECTS eininga diplómanám á háskólastigi og nýtast námsþættirnir opinberum starfsmönnum til að dýpka skilning á samhengi opinbers rekstrar og öðlast aukna innsýn í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Diplómanámið getur nýst þátttakendum sem valgrein inn í annað háskólanám á BA/BS stigi.

Markmið námsins er að nemendur kynnist lagaumhverfi ríkisins og stofnana þess, öðlist skilning á pólitísku gangverki ríkisvaldsins og fái hagnýta þjálfun í margvíslegri rekstrarfærni. Námið er sérstaklega hannað með þarfir ríkisins og opinberra starfsmanna í huga.

Nánar má lesa um námið hér.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)