Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. júní 2020

Ánægja með LSR

Í nýlegri rannsókn Gallup kemur fram mikil ánægja með LSR hjá sjóðfélögum. Í samanburði við aðra lífeyrissjóði treysta sjóðsfélagar LSR sínum sjóði betur. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að trausti til núverandi stjórnenda. Þá eru sjóðfélagar sérlega ánægðir með hversu mjög LSR ber hag sjóðfélaga fyrir brjósti. Einnig var sérstök ánægja með maka, barna- og örorkulífeyrinn.
Þá kom fram ánægja með rafræna þjónustu sjóðsins en nokkur munur var þó á aldri svarenda þar. Ánægðastir með rafrænu þjónustuna voru sjóðfélagar undir 40 ár. Sjá má á svörunum að áhugi á lífeyrismálum eykst nokkuð með aldrinum og þekkingin að sama skapi.

Traust til lífeyrissjóða almennt hefur aukist milli ára frá 2017 og hefur LSR að mestu fylgt þeirri þróun en LSR mælist þó hærra nú en meðaltal heildarinnar í öllum þeim þáttum sem spurt var út í.

Sjóðfélagar með lán ánægðari
Niðurstöður könnunarinnar sýndu að hlutfall þeirra sem voru með lífeyrissjóðslán hækkaði úr 15,7% í 17,5% og mat svaranda á líkum á því að sækja um slík lán jókst einnig lítillega milli ára en 7% þeirra sem tóku afstöðu töldu líklegt að þeir myndu sækja um lífeyrissjóðslán á næstu 6 mánuðum. Þá kom einnig fram að sjóðfélagar sem eru með lífeyrissjóðslán eru almennt ánægðari en sjóðfélagar sem eru ekki með lífeyrissjóðslán.

Í fyrsta sinn mældist fækkun milli ára í fjölda Íslendinga sem greiða í viðbótarlífeyrissparnað, úr 64% í 62%. Meðal svarenda töldu 13% sig líklegri til að nýta nýlega heimild til að taka úr séreignarsparnaðinn en fólk á aldrinum 25-50 ára var líklegast til að segjast líklega ætla að nýta heimildina.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)