Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. júlí 2020

Ljósmyndasamkeppni sumarsins!

Vissir þú að við höfum blásið til ljósmyndaleiks meðal félagsmanna Sameykis sem nýta sér orlofshúsin okkar eða aðra orlofskosti? Sendið okkur mynd eða myndir sem teknar eru í eða við orlofshús félagsins innanlands og á Spáni. Myndirnar þurfa ekki að vera teknar í sumar. Við veljum þrjár skemmtilegustu myndirnar eða myndaseríurnar og ljósmyndarinn fær veglegan vinning. Myndirnar þurfa að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra á þann hátt að hún heilli dómnefndina upp úr skónum eða sýna fólk að nýta sér aðra orlofskosti s.s. ferðaávísuna, veiði- eða útilegukortið.

Vinningarnir eru helgardvalir í orlofshúsum félagsins innanlands að eigin vali (utan úthlutunartíma). Skilafrestur ljósmyndanna er til 10. ágúst 2020. Ljósmyndum má skila hvort sem er rafrænt eða á pappír. Ljósmyndir á rafrænu formi skal senda á solveig@sameyki. is en myndir á pappír skal senda í pósti til Sameykis, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og merkja „ljósmyndasamleikur“. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Jónasdóttir í síma 525- 8353, solveig@sameyki.is.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)