Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. ágúst 2020

Sóttvarnir á skrifstofu Sameykis

Að gefnu tilefni viljum við fullvissa fólk um að skrifstofa Sameykis er opin alla virka daga milli kl. 9-16. Vegna Covid veirunnar óskum við eftir að félagsfólk sem kemur í heimsókn gæti sérstakrar varúðar og komi ekki nema nauðsyn beri. Við bendum á að hægt er að finna haldgóðar upplýsingar á vef félagsins sameyki.is. Þar er hægt að afgreiða sig sjálfur með t.d. að bóka orlofshús og íbúðir ásamt kaupum á orlofstengdum tilboðum. Umsóknir í sjóði félagsins s.s. styrktar- og sjúkrasjóði og í starfsmenntasjóði er hægt að senda inn í gegnum mínar síður. Einnig má senda tölvupóst á sameyki@sameyki.is eða hringja í síma 525 8330.

Almennt gildir að félagsfólk, gestir og starfsfólk Sameykis eiga ekki að koma í húsnæðið ef þau:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

Þrif á vinnustað eru í umsjón sérstakra starfsmanna. Starfsfólk Sameykis sótthreinsar snertifleti eftir þörfum og sækir kaffi, te eða vatn fyrir félagsfólk og aðra gesti sem koma á skrifstofu. Lögð er áhersla á á einstaklingsbundnar sóttvarnir s.s. handþvott, sótthreinsun og nándarmörk.

Gæta þarf að nándarmörkum þ.e. að minnst séu 2 metra bil milli einstaklinga í sameiginlegum rýmum, skrifstofum og fundarsölum. Til að hægt sé að halda nándarmörk þarf að tryggja að ekki safnist of margir saman í sameiginlegum rýmum. Ef ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Sameyki skipuleggur viðburði, námskeið, fundi og ráðgjafarviðtöl með þeim hætti að hægt er að fylgja reglum um 2 metra nándarmörk.

Hér má lesa allt um Covid og réttindin vegna faraldursins

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)