Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. september 2020

Vinningshafar í ljósmyndaleik

Blaðið blés til ljósmyndasamkeppni í sumar og bárust okkur fjölmargar skemmtilegar myndir að því tilefni. Myndirnar áttu að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra eða sýna fólk nýta sér aðra orlofskosti s.s. veiði- eða útilegukortið. Vinningsmyndirnar eru allar gullfallegar og lýsa skemmtilegum augnablikum hver á sinn hátt. Það er samt skemmtileg tilviljun að flestar verðlaunamyndirnar voru teknar á Eiðum. Haft hefur verið samband við vinningshafa og munu þeir fá að launum helgardvöl í orlofshúsum félagsins innanlands að eigin vali (utan
úthlutunartíma.)

1. sæti – Þröstur Sigurðsson. Þessi skemmtilega mynd af Þresti sjálfum í árabát var er tekin þegar fjölskyldan dvaldi í orlofshúsi félagsins á Eiðum í júní síðastliðnum í góðu yfirlæti og veiddi meðal annars fisk á grillið. 

2. sæti – Dagný Ásta. Í öðru sætinu lenti myndasería frá Dagný Ástu sem einnig var tekin á Eiðum þar sem fjölskyldan var við veiðar. 

3. sæti – Monika Kalucka. Þessi fallega mynd var einnig tekin við Eiðar.

Aukaverðlaun fær hins vegar mynd Maríu Bjargar Gunnarsdóttur, sem hún nefndir „Gullmolar við þjóðveginn“.  

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)