Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. september 2020

Kjarasamningur við SFV undirritaður

Kjarasamningur við SFV var undirritaður í gær. Það voru þeir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Tryggvi Friðjónsson formaður samninganefndar SFV sem undirrituðu samninginn. SFV eru Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og sömdu fyrir eftirfarandi aðila:  Alzheimersamtökin, Ás, Eir, Grund, Hamrar, Hrafnista, Mörkin, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Sólvangur og Vigdísarholt. Kjarasamninginn má finna hér. Sameyki á um 200 manns félagsmenn innan samtakanna.

Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn þriðjudaginn 22. september 2020 kl. 16:00. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á Mínum síðum kl. 12 sama dag og stendur til 15:00 fimmtudaginn 24. september.

  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)