Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. september 2020

Endurnýjun orlofshúsa í fullum gangi

Orlofsstjórn Sameykis hefur staðið í ströngu í sumar. Búið er að selja 4 orlofshús til brottflutnings úr Eyrarhlíð Munaðarnesi og verða þau flutt í burtu um miðjan september. Fyrir ári síðan voru seld í burtu þrjú hús sem voru í Stekkjarhólnum Munaðarnesi og hafa nú risið þrjú ný hús í stað þeirra gömlu, verða þau komin í útleigu á næstunn. Þá eru þegar hafnar framkvæmdir við næsta áfanga sem í eru þrjú hús sem verða í Eyrarhlíð og er þegar byrjað á grunni þeirra húsa. Í síðasta áfanganum verða síðan byggð þrjú ný hús í Eyrarhlíð.

Enn standa eftir tvö gömul hús sem munu aðallega verða notuð fyrir verktaka á svæðinu sem aðstöðu meðan á framkvæmdum stendur. Að loknum síðasta áfanga framkvæmdanna munu þau hús verða seld til brottflutnings. Við vekjum athygli á því að öll orlofshús í okkar eigu eru til útleigu allt árið.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)