Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. október 2020

Stofnun ársins - myndir

Við erum ansi stolt eftir vel heppnað málþing og af því að hafa getað kynnt nýjar Stofnanir ársins í gær. Í þeirra hópi voru nokkrir gamlir kunningjar en einnig sumir nýir. Allt fór þetta fram í streymi og tókst alveg ljómandi vel. Þetta var nýjung fyrir okkur og til komið vegna Covid auðvitað, en hafði þó nokkrar jákvæðar hliðar. Málþingið og augnablikin þar sem tilkynnt var um Stofnanir ársins voru til dæmis aðgengilegar öllum í fyrsta sinn og ekki er ólíklegt að við höldum því áfram þannig.

Í takt við breytta tíma var enginn sigurvegari á staðnum heldur einungis nokkrir starfsmenn og fyrirlesarar auk tæknimanna. Við fengum hins vegar  skemmtilega pósta frá nokkrum vinningshöfum sem horfðu "saman" á niðurstöðurnar gegnum samskiptaforrit og gátu þannig fagnað góðum árangri saman. Annar sigurvegari sendi okkur línu afar stoltur og sagði starfsfólk allt hafa horft en þau myndu fagna saman síðar. Eins og myndirnar hér að neðan sýna þá var salurinn afar ólíkur þeirri hátíð sem vanalega fer fram vegna Stofnunar ársins, en við erum engu að síður ánægð með daginn og óskum öllum sigurvegurum til hamingju með frábæran árangur. Viðurkenningum og verðlaunagripum verður keyrt út og sendir sigurvegurum í dag og á morgun, en merki Stofnun ársins hafa verið send enda vilja stofnanir merkja sig í takt við árangurinn.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)