Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. nóvember 2020

Farið fram á álagsgreiðslur til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi

Formenn Sameykis, Félags grunnskólakennara og Eflingar hafa sent bréf til Lilju Daggar Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Þar er vakin athygli á því álagi sem starfsmenn í störfum í leik- grunn- og tónlistaskólum, og frístundaheimilum landsins undanfarna mánuði. 

Í bréfinu segir; Það er öllum ljóst að afrek hefur verið unnið í leik- grunn- og tónlistaskólum, og frístundaheimilum landsins undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að heimsfaraldur Covid-19 hafi gríðarleg áhrif á samfélagið hefur að mestu tekist að halda uppi óslitnu skólastarfi við aðstæður sem eiga sér engar hliðstæður. Það hefur einungis verið mögulegt vegna starfsfólks þessara stofnanna sem hefur gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að börn og unglingar geti stundað nám, haft aðgang að frístundaheimilum og dvalið með félögum sínum í leikskólum.

 

Verulegar breytingar á starfsaðstæðum og starfsskilyrðum hafa átt sér stað. Þetta hefur haft miklar afleiðingar á inntak starfa og aukið álag á starfsfólk sem alla daga vinnur að því að mennta og gæta barna og ungmenna, og tryggja réttindi þeirra til náms og þroska.

 

Félag grunnskólakennara, Sameyki og Efling fara fyrir hönd félagsmanna sinna sem starfa í leik- grunn- og tónlistaskólum og frístundaheimilum fram á að Mennta og menningarmálaráðherra tryggi fjármagn þannig að greiddar verði álagsgreiðslur til starfsfólks. Greiðslan verði í formi eingreiðslu en útfærslan á hendi forstöðumanna hverrar stofnunar.

Heildarfjárhæð sem ráðstafað væri í álagsgreiðslur yrði um 1,0 milljarður króna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)