Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. nóvember 2020

Stafrænt Ísland vex

Aldís Stefánsdóttir hjá Stafrænu Íslandi

Aldís Stefánsdóttir, fjármála – og rekstrarstjóri hjá Stafrænu Íslandi hélt erindi á Fulltrúaráðsfundi í dag. Fundurinn var haldinn í félagsaðstöðu Sameykis á Grettisgötu og á Zoom fundarformi. Alls mættu 123 fulltrúar á rafræna fundinn.

Aldís kynnti fyrir fundarmönnum verkefnið Stafrænt Ísland á island.is sem byggt er á því að almenningur geti nýtt sér stafræna þjónustu; flutt lögheimili, sótt sakarvottorð, sótt um fæðingarorlof, framlengt lyfseðli osv.frv., þannig að öll slík opinber þjónusta verði á einum stað. Hún benti á dæmi um hversu þægileg notkun gáttarinnar sé t.d. hvernig sótt sé um vegabréf með stafrænum hætti, þannig að umsóknin sé stafræn en svo sækir fólk vegabréfin sín á afgreiðslustað eins og tíðkast nú í dag. Framtíðin sé þó að vegabréfin verði líklega stafræn með einhverjum hætti.

Til að létta fólki að nýta sér þessa þjónustu er nauðsynlegt að til sé gott umsóknarkerfi með sameiginlega innskráningarþjónustu. Hver og einn getur svo skipulagt sitt svæði og útlit á vefnum island.is. Fæðingarorlof verður einnig sett í rafrænt form og styttist óðum í að það verði tekið í notkun.

Aldís telur að við þurfum fyrst og fremst að standa saman í þessari vegferð að samræma vinnubrögð, styttri vinnutími hafi góð áhrif á starfsfólk og félagsmenn Sameykis. Auk þess telur hún að störfum muni ekki fækka en fjölbreytni aukast. Huga þyrfti einnig að þjálfun og símenntun starfsfólks. Þetta þarf allt ákveðið innleiðingarferli. Stofnanir eru komnar mislangt með þetta en verkið er hafið og því miðar vel, segir Aldís.

Varðandi þá sem ekki munu geta eða vilja tileinka sér rafrænt Ísland en lendi ekki utan gátta, svaraði Aldís að gert er ráð fyrir því að fólk sé misvel læst á tölvur og því þarf að sinna þeim hópi vel og að breytingarnar verði ekki það hraðar að fólk geti ekki aðlagast þeim. Snjallmenni og Spjallmenni munu í meira mæli leysa af símtöl og tölvupóstsamskipti af hólmi og breyta þar með rútínuvinnu starfsfólks í vinnutímanum. Snjallmenni lærir að svara spurningum notandans en Spjallmenni svarar gefnum spurningum.

Island.is mun verða fyrirferðarmikið og mun rekstur þess krefjast fleiri starfa en áður, sagði Aldís að lokum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)