Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. nóvember 2020

Stöðug og mikil vinna að innleiða styttingu vinnuvikunnar

Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis

Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis fór yfir stöðuna í styttingu vinnuvikunnar á fundi Fulltrúaráðs Sameykis sem haldinn var í gær í Félagamiðstöðinni Grettisgötu 89 með fjarfundarbúnaði.

Hann sagði að umræðan um styttingu vinnuvikunnar hafi tekið lengsta tímann í síðustu kjaraviðræðum. Þessi vinna er nú stöðug og mikil því verið er að breyta vinnutíma og vinnuskipulagi félagsmanna.

Þórarinn sagði að félagið hafi fengið ábendingar um að Sameyki hafi verið frekt í kynningum á styttingu vinnuvikunnar og lýsti ánægju sinni með þau ummæli því stéttarfélagið vill halda þessari vegferð áfram til heilla fyrir alla félagsmenn sína.

Hann vildi vekja sérstaka athygli á að mikið er til af góðu fræðsluefni á vefsíðunni styttri.is og betrivinnutimi.is þar sem hægt er að lesa um verkefnið, sækja leiðbeiningar og verkfæri, og skoða myndbönd af vel heppnuðum verkefnum.

Fyrirkomulagið í innleiðingunni er lýðræðislegt og á að vera það. Starfsmenn hafa kosið um styttingu vinnuvikunnar með lýðræðislegum hætti með samþykki kjarasamninga og nú væru félagsmenn að útfæra bestu leiðina í vinnutímahópunum.

Þórarinn sagði að víða gengi vel í þessu verkefni. Nú þegar hafi nítján stofnanir lokið innleiðingunni en áhyggjuefnið er að allar þessar stofnanir sem lokið hafa undirbúningi eru ríkisstofnanir en sveitarfélög og Reykjavíkurborg eiga eftir greina frá sínum verkefnum.

Hann vildi ítreka að styttingin inniheldur hefðbundin neysluhlé; matar- og kaffihlé. Markmiðið er að þjónustan og starfsemi stofnana er óskert þrátt fyrir styttinguna. Þáttur í því er að breyta starfsferlum, nýta tæknina betur og stafræna þætti til að einfalda hlutina og gera störfin skilvirkari. Að stofnanirnar skipuleggi vinnutíman betur, eins og þann tíma sem fer í fundi og ferðir á milli vinnustöðva o.þ.h. og ekki verði hægt að þvinga aðra útfærslu á styttingu vinnutímans en kemur fram í kjarasamningnum.

Þórarinn fór yfir góðan árangur við styttingu vinnuvikunnar hjá Fangelsismálastofnun og Skógrækt ríkisins sem dæmi og fór yfir innleiðingarferli þeirra.

Hann lagði á það áherslu að Sameyki óskar eftir því að félagar hafi samband við stéttarfélagið. „Ef fólki finnst að stytting vinnuvikunnar sé að sigla í strand hjá viðkomandi stofnun þá óskum við eftir því að haft sé samband við Sameyki því við getum hjálpað við að leysa úr hnútum sem kunna vera fastir. Við getum aðstoðað þegar leitað er til okkar.“ sagði Þórarinn að lokum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)