Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. nóvember 2020

Íbúðir á Spáni fyrir félagsmenn

Sólarströnd á Spáni.

Sameyki á þrjár íbúðir á Spáni sem í boði eru til útleigu fyrir félagsmenn sem hægt verður að sækja um þann 1. desember. Tvær þeirra eru í fjölbýlishúsi við ströndina og eru með aðgengi að sundlaug. Einnig eru þar leiktæki fyrir börn og fullorðna ásamt tennisvelli. Að auki á félagið parhús í lokuðum byggðarkjarna með sundlaugargarði. Hægt er að skoða kynningu af svæðinu hér.

Páskarnir hafa verið vinsæll tími til útleigu hjá félagsmönnum og því verður páskavikunni og nokkrum dögum til viðbótar úthlutað sem einu tímabili frá  26. mars til 5. apríl 2021.

Hægt verður að sækja um úthlutun á þessum skemmtilegu íbúðum á orlofsvefnum okkar á sameyki.is frá með 1. desember og lýkur 10. janúar 2021.

Úthlutunin fer fram þann 11. janúar 2021.

Verð tímbils fyrir stærri íbúð og parhús er kr. 93.000.-

Verð tímbils fyrir minni íbúð er kr. 79.000.-

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)