Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. desember 2020

Baráttan fyrir þá lægst launuðu

Ásgrímur Jörundsson sér fram á að njóta meiri tíma með fjölskyldunni í hestamennskunni vegna styttingu vinnuvikunnar.

Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaáðgjafi var heimsóttur í hesthúsið sitt einn notalegan eftirmiðdag og ræddi hann um störf sín fyrir Sameyki í gegnum tíðina, styttingu vinnuvikunnar og störf hans sem heilbrigðisstarfsmanns hjá SÁÁ. Ásgrímur eyðir flestum sínum frístundum með fjölskyldunni, eiginkonu og börnum í kringum hestana á veturna í hesthúsahverfinu Fjárborg og austur í Landeyjum á sumrin.

„Næst mér er heilbrigðisstarfsfólk sem er að vinna með þeim sem hafa orðið undir í samfélaginu, eða eru á stofnunum vegna annarra veikinda, og aldrað fólk. Þessi störf eru ekki vel launuð, það verður að segjast, og þetta heilbrigðisstarfsfólk hefur alltaf setið eftir að einhverju leiti. Eins og ég sagði áðan þá er samningsaðili okkar, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem semur við Sameyki fyrir hönd SÁÁ. Maður sér glögglega þegar launakjör eru borin saman hvað margir sitja eftir. Mesta baráttan er alltaf fyrir þá sem lægst hafa launin, maður sér það. Við gerum ekkert án stéttarfélags held ég,“ sagði Ásgrímur m.a. í viðtali í jólablaði Sameykis.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)