Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. desember 2020

Nýjar úthlutunarreglur fræðslustyrkja

Úthlutunarreglur fræðslustyrkja hafa nú verið endurskoðaðar og taka nýjar reglur gildi 1. janúar 2021. Nú geta allir félagsmenn Sameykis sótt um bæði starfsmenntunarstyrki og starfsþróunarstyrki. 

Félagsmaður í Sameyki getur fengið úthlutað allt að 140.000 kr. í starfsmenntunarstyrki á 24 mánaða tímabili og allt að 370.000 kr. í starfsþróunarstyrki á 24 mánaða tímabili að því gefnu að viðkomandi uppfylli skilyrði fyrir styrkveitingu.

Unnið er að því að setja styrkina upp á Mínum síðum Sameykis til að allir félagsmenn geti sótt um styrkina þar. Hugsanlega getur verið hökt í umsóknarferlinu á meðan á því stendur og gæti borgað sig að bíða með að senda inn umsókn um fræðslustyrki þangað til 5. janúar. Lendir þú í vandræðum í umsóknarferlinu geturðu sent póst á sameyki@sameyki.is.

Einnig geta þeir sem eru í störfum sem krefjast háskólamenntunar hjá Ás, Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Skálatúni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Strætó og Sveitarfélögum sótt um styrki vegna vísindaverkefna.

Stjórnir Starfsmenntunarsjóðs Sameykis og Fræðslusjóðs Sameykis hafa samþykkt úthlutunarreglurnar sem má finna hér:
- Starfsmenntunarstyrkir
- Starfsþróunarstyrkir
- Styrkir vegna vísindaverkefna


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)