Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. janúar 2021

Fjölbreytt fræðslutækifæri trúnaðarmanna á vorönn 2021

Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og er fjölbreytt fræðsla grunnur að því að trúnaðarmaður geti tekist á við hlutverk sitt. Megináherslan á vorönn 2021 verður á fræðslu sem styður við styttingu vinnuvikunnar og breytingar á vinnumarkaði, en Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Eftirfarandi vefnámskeið eru í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt:

  • 19. jan. kl. 9-12, Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa
  • 11. feb. kl. 9-11, Styttri vinnuvika - betri tímastjórnun
  • 25. feb. kl. 9-12, Árangursrík samskipti
  • 10. mars kl. 9-11, Samþætting starfs og einkalífs
  • 17. mars kl. 9-12, Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnarmiðuð hugsun
  • 24. mars kl. 9-12, Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál

Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu skiptist upp í 6 hluta og er hver þeirra tveggja daga langur. Búið er að festa niður námskeið á vorönn 2021. Ekki þarf að taka námskeiðin í ákveðinni röð, því um að gera að skrá sig á það námskeið sem hentar skipulagi hvers og eins. Öll námskeið á vorönn 2021 verða rafræn.

  • 1.-2. feb. kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 1. hluti
  • 1.-2. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 2. hluti
  • 22.-23. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 3. hluti, BSRB
  • 12.-13. apríl kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 5. hluti, BSRB

Þá verða einnig námsstofur fyrir trúnaðarmenn vaktavinnuhópa, en þær verða boðaðar sérstaklega.

Nánari upplýsingar um fræðsluna og tengla á skráningu má nálgast hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)