Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. febrúar 2021

Gott að vita námskeið á vorönn

Sameyki býður upp á vefnámskeið og veffyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu nú á vorönn 2021.

Sameyki býður upp á vefnámskeið og veffyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu nú á vorönn 2021 í samstarfi við Framvegis miðstöð símenntunar. Vakin er athygli á að í þetta sinn eru allir fyrirlestrar og námskeið á netinu og fá þátttakendur senda krækju þegar nær dregur. Þeir sem ekki eru vanir fjarnámi eru hvattir til að skrá sig á fyrstu námskeið vorannar sem fjalla um fjarfundi. 

Nefnd um framtíðarvinnumarkað fjallar um áherslur í Gott að vita og á vorönn var ákveðið að bjóða upp á fyrirlestraröð undir heitinu „Hvað er..?“ um málefni sem tengjast breytingum samfara fjórðu iðnbyltingunni sem er mikilvægt að við fylgjumst með. Einnig lagði nefndin áherslu á að boðið yrði upp á námskeið fyrir atvinnuleitendur í Sameyki og starfslokanámskeið fyrir félagsmenn sem styttist í að hætti á vinnumarkaði eða eru nýlega hættir.

Skráning hefst 4. febrúar kl.: 17:00 á framvegis.is undir Nám.

 

Að gefnu tilefni!
Þegar þú skráir þig á námskeið vertu þá viss um að enda á að smella á „Skrá umsókn“, annars skráist umsóknin ekki. Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna. Vinsamlegast láttu vita tímanlega ef þú getur ekki nýtt plássið þitt á námskeiði svo hægt sé að hleypa fólki inn af biðlista.

Einnig er boðið upp á námskeið í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Símey símenntunarmiðstöð í Eyjafirði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða en skráning er hafin hjá þeim. Meðal námskeiða má nefna Breyttu áskorunum í tækifæri, Heimili og hönnun, Heilaheilsa og þjálfun hugans. Hægt er að nálgast upplýsingar um fræðsluframboð og skráningu hér.

 

Fjarfundir

Tvö námskeið eru í boði.

Fyrra námskeið: Þriðjudagur 9. febrúar kl.: 20:00 - 21:30.
Seinna námskeið: Fimmtudagur 11. febrúar kl.: 18:00-19:30.

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju á námskeiðið og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að mæta á fundinn verður send á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi. Sigurður hefur meistarapróf í náms- og kennslufræði frá HÍ með áherslu á upplýsingatækni og miðlun.         

Inngangur: Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir að taka þátt í Gott að vita þessa önnina þar sem allir viðburðir verða á netinu. Tveir tímar í boði.

Lýsing: Hvernig mæti ég á fjarfundi eða fjarnámskeið? Og hvernig á að taka þátt í svoleiðis? Þetta stutta námskeið er eingöngu á netinu og er góður, jafnvel nauðsynlegur, undirbúningur fyrir þá sem ætla að taka þátt í Gott að vita þessa önnina sem verður alfarið á netinu. 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða búnað þú þarft að hafa til að geta tekið þátt í fjarfundi og stutt kynning á algengustu forritum sem notuð eru á fjarfundum í dag. Farið verður yfir hvernig fólk ber sig að við að mæta á fjarfundi og hvaða umgengnisreglur er gott að hafa í huga á slíkum fundum.

Námskeiðið gagnast einnig þeim sem langar að nýta tæknina til að heyra í vinum og ættingjum hvort sem þeir eru í næsta húsi eða úti í heimi.

 

Heimur ostanna
Dagsetning:
 Fimmtudagur 18. febrúar kl.: 18:00 - 20:00.

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Eirný Ósk Sigurðardóttir ostasérfræðingur og stofnandi Búrsins og Matarmarkaðs Íslands.

Inngangur: Ostaástin lengi lifi! Skemmtileg og gómsæt fræðsla.

Lýsing: Yfir 4000 tegundir osta í heiminum. Hvar skal byrja??  
Ferskostar, Brie og Camembert.

Vissuð þið að Íslendingar eru í fjórða sæti yfir mestu ostaneytendur í heiminum? Þá er gott að vita aðeins meira um þetta dásemdar hráefni sem hefur fylgt mannkynni í gegnum söguna. Hvað er ferskostur, get ég búið til ferskost heima? Hver er munurinn á Brie og Camembert? Hver er saga og uppruni hvítmygluosta? Af hverju var Camembert mikilvægur í báðum heimsstyrjöldunum? Hvernig er best að njóta þeirra,  hvaða meðlæti er best, hvaða vín hentar og af hverju og hvernig geymi ég ostana mína? Þessum spurningum ásamt mörgum öðrum verður velt upp á þessu námskeiði með henni Eirný helsta ostasérfræðingi Íslands.

Þátttakendur fá sendan innkaupalista með ostum og meðlæti sem þarf til að taka virkan þátt í námskeiðinu. Ef fólk hefur ekki tök á að verða sér út um hráefni má líka fylgjast með og njóta.

 

S-in 4. Sjálfstyrking fyrir atvinnuleitendur
Dagsetningar:
Mánudagar og fimmtudagar 22. og 25. febrúar. 1. og 4. mars kl.: 09:00 - 12:00.

Lengd: 12 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf. Inngangur: Gagnlegt og uppbyggilegt námskeið fyrir atvinnuleitendur í Sameyki.

Lýsing: Á fjarnámskeiðinu S-in 4 er unnið með sjálfsþekkingu, sjálfsumhyggju, sjálfsmynd og sjálfstraust. Markmiðið er að efla vellíðan og seiglu einstaklinga á krefjandi tímum. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum og hópavinnu og þurfa því að vera með í hljóði og mynd. Námskeiðið er sérstaklega ætlað atvinnuleitendum í Sameyki.

 

Aukið sjálfstraust og bjartsýni
Dagsetning: 
Miðvikudagur 24. febrúar kl.: 20:00 - 21.00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Ásthildur Garðarsdóttir fyrirlesari og ráðgjafi í jákvæðri sálfræði.
Inngangur: Langar þig að efla bjartsýni og sjálfstraust? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig.

Lýsing: Í fyrirlestrinum eru kynntar aðferðir sem efla og auka bjartsýni og sjálfstraust einstaklinga. Skoðað verður hvernig það neikvæða fangar athygli okkar fyrr en það jákvæða og hvernig við getum náð tökum á hugarfarinu og beint því meðvitað að jákvæðum þáttum og uppbyggingu. Kynntir verða fimm lyklar sem hjálpa okkur að byggja upp og efla jákvæð samskipti og samkennd í hópum.

 

Prjón fyrir byrjendur
Tvö námskeið í boði.
Fyrra námskeið:
Mánudagar 1., 8. og 15. mars kl.: 20:00 - 21:00.
Seinna námskeið: 13., 20. og 27. apríl kl.: 18:00 - 19:00.

Lengd: 3 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Tinna Lind stofnandi Tiny Viking. Hún er menntaður textílkennari og fatahönnuður. Hefur prjónað frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.     

Inngangur: Þriggja vikna byrjendanámskeið í prjóni þar sem farið er í grundvallaratriði og þátttakendur prjóna húfu.

Lýsing: Á námskeiðinu læra þátttakendur grunnaðferðir í prjóni og prjóna húfu á sínum hraða. Þátttakendur fá skýra og góða kennslu frá Tinnu Lind textílkennara og fatahönnuði og prjóna saman alveg frá því að fitja upp til fullkláraðs stykkis. Þátttakendur hafa aðgang að yfir 20 myndskeiðum sem þeir spila og stöðva að vild. Einu sinni í viku hittast þátttakendur með Tinnu á netinu þar sem farið er yfir hvar fólk er statt auk þess að fá nýjar upplýsingar. Þess á milli talar hópurinn saman í lokuðum hóp á Facebook þar sem hægt er að fá enn meiri aðstoð og hvatningu svo enginn sitji föst/fastur. Athugið að það er heimavinna líka. Í lok námskeiðs verða þátttakendur búnir að vinna eigið handverk, prjóna húfu á sig eða sína, jafnvel í gjöf! Fullkomið fyrir köldu dagana.

 

Facebook, Instagram og ljósmyndun
Dagsetningar:
Miðvikudagar 3., 10. og 17. mars kl. 19:00 - 21:00.

Lengd: 6 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari og kennari.   Inngangur: Fyrir þá sem langar að læra að setja ljósmyndir á netið og kunna grundvallaratriði í ljósmyndun.

Lýsing: Á þessu námskeiði er ljósmyndun og samfélagsmiðlum fléttað saman. Á námskeiðinu verður farið í hvað orðið upplausn þýði og hvaða upplausn sé best að nota á ljósmyndum á  samfélagsmiðlum. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að stofna síður og hópa á Facebook og gera kannanir.  Einnig verður kennt að setja inn myndir á Instagram, hvernig aðgangur er búinn til og hvaða atriði skipta máli. Veittar verða ráðleggingar varðandi ljósmyndun almennt sem nýtast líka þegar teknar eru myndir með símum. Hvernig best er að ramma inn myndir og farið yfir atriði eins og val á sjónarhorni og myndbyggingu. Hvernig hægt er að nýta mismunandi birtuskilyrði og hvað ber að varast. Þá verður skoðað hvernig hægt er að varðveita og miðla ljósmyndum og hvernig best er að skipuleggja persónulegt ljósmyndasafn.

Námskeiðið er sniðið að fólki sem er ekki mjög tölvufært, eða telur sig ekki vera það.

 

Páskaeggjagerð
Tvö námskeið miðvikudaginn 9. mars. Fyrra námskeiðið kl.: 17:30-19:00 og seinna námskeiðið kl.: 20:00-21:30.

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í yfir 20 ár kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.        

Inngangur: Enn og aftur bjóðum við upp á þessi vinsælu páskaeggjanámskeið í samstarfi við Konfektvagninn (Chocolatetrailer).

Lýsing: Halldór leiðir þátttakendur í gegnum páskaeggjagerð og þeir sem vilja og geta búa til sitt eigið páskaegg heima.

Skráðir þátttakendur fá sendan lista með tólum og tækjum sem þarf að nota, hráefnalista og hvar þeir geta orðið sér úti um páskaeggjamót. Þeir sem hafa ekki tök á að verða sér út um það sem þarf til að taka virkan þátt í námskeiðinu geta notið þess að fylgjast með og tekið upp þráðinn seinna.

 

Ukulele fyrir lengra komna

Dagsetningar: Fimmtudagar 11., 18. og 25. mars kl.: 17:30 - 19:00.

Lengd: 4,5 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Svavar Knútur tónlistarmaður.     

Inngangur: Fyrir þá sem hafa kynnst ukulele og langar að læra meira.

Lýsing: Svavar Knútur tónlistarmaður skellir sér í djúpu laugina - eða internetið - og leiðbeinir lengra komnum á ukulele með tækni, lög, hljóma og hvert skal halda næst hinu síbreytilega ferðalagi tónlistarinnar. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt byrjendanámskeiðin í Gott að vita eða kunna eitthvað á hljóðfærið. Þátttakendur verða með sitt eigið ukulele heima í stofu.

 

Grunnatriði góðrar heilsu

Dagsetning: Þriðjudagur 16. mars kl.: 18:00 - 19:00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Sölvi Tryggvason sem gaf út bókina: ,,Á eigin skinni”, þar sem hann fjallar um vegferð sína um allt sem snýr að heilsu. Bókin er byggð á margra ára vinnu, þar sem hann neyddist til að gerast sérfræðingur um heilsu eftir að hafa hrunið gjörsamlega sjálfur. Sölvi hefur um árabil unnið við fjölmiðlun, ritstörf og kvikmyndagerð.  

Inngangur: Tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og af hverju við gerum ekki það sem er gott fyrir okkur.

Lýsing: Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu lykilatriði í tengslum andlegrar og líkamlegrar heilsu, hvers vegna við framkvæmum ekki það sem við vitum að er gott fyrir okkur og hvað er hægt að gera til að breyta því. Einnig fjallar Sölvi um helstu atriðin sem setja okkur í ójafnvægi, leiðir til að byrja ný mynstur í öllu sem snýr að heilsu og ýmislegt fleira.

 

Hvað er stafræn hæfni?

Dagsetning: Mánudagur 22. Mars kl. 20:00-21:00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er einn af stofnendum og eigendum Tækninám.is.   

Inngangur: Eitt af þremur erindum um tæknibreytingar og áhrif sem þær geta haft á líf okkar og störf.

Lýsing: Við lifum nú tíma tæknibreytinga sem hafa áhrif á líf okkar og störf. Framfarir eru hraðar og varla fyrir nokkurn að halda í við tæknina og skilja hvað breytingarnar þýða. Sameyki býður því félagsmönnum röð stuttra erinda í Gott að vita undir yfirskriftinni „Hvað er...?“ Leitast verður við að útskýra fyrirbærin stafræn hæfni, ský, sjálfvirkni og gervigreind. Sumir hafa áhyggjur af að halda ekki í við tæknibreytingar eða verða hreinlega skipt út af vinnumarkaði fyrir vélmenni. Þessi erindi eru ætluð fyrir þá sem vilja skilja út á hvað tæknibreytingarnar ganga og hvað þær geta mögulega þýtt fyrir viðkomandi. Erindin eru tilvalin fyrir forvitna og engin spurning er of vitlaus.

Umfjöllunarefnið í „Hvað er..?“ í þessu fyrsta erindi er stafræn hæfni. Hvað er þetta, skiptir þetta mig máli í lífi eða starfi og get ég kannski lært eitthvað í stafrænni hæfni? Þessum spurningum verður velt upp og jafnvel svarað.

Ítrekum að allar spurningar eru velkomnar.

 

Ávaxtatré og ber
Dagsetning: 
Fimmtudagur 25. mars kl. 19:00 - 20:30.

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur

Inngangur: Dreymir þig um ávaxtatré? Hér færðu að vita allt sem þú þarft að vita um ræktun ávaxtatrjáa og berja.

Lýsing: Undanfarin ár hefur ræktun á ávaxtatrjám og berjum aukist. Fjöldi ávaxtayrkja og nýrra berjategunda hafa verið reynd og mörg þeirra geta gefið vel af sér.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti í ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna. Hvar er best að staðsetja plönturnar, áburðagjöf og klippingu. Hvað þýðir að planta sé sjálffrjóvgandi eða ósjálffrjóvgandi og hvað þýðir það Í sambandi við ræktun.

 

Hvað er ský (tölvuský)?

Dagsetning: Miðvikudagur 7. apríl kl.: 20:00 - 21:00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er einn af stofnendum og eigendum Tækninám.is.   

Inngangur: Eitt af þremur erindum um tæknibreytingar og áhrif sem þær geta haft á líf okkar og störf.

Lýsing: Við lifum nú tíma tæknibreytinga sem hafa áhrif á líf okkar og störf. Framfarir eru hraðar og varla fyrir nokkurn að halda í við tæknina og skilja hvað breytingarnar þýða. Sameyki býður því félagsmönnum röð stuttra erinda í Gott að vita undir yfirskriftinni “Hvað er...?” Leitast verður við að útskýra fyrirbærin stafræn hæfni, ský og sjálfvirkni og gervigreind. Sumir hafa áhyggjur af að halda ekki í við tæknibreytingar eða verða hreinlega skipt út af vinnumarkaði fyrir vélmenni. Þessi erindi eru ætluð fyrir þá sem vilja skilja út á hvað tæknibreytingarnar ganga og hvað þær geta mögulega þýtt fyrir viðkomandi. Erindin eru tilvalin fyrir forvitna og engin spurning er of vitlaus.

Viðfangsefni þessa erindis er skýið -hvað er það, skiptir það mig einhverju máli, get ég notað það? Eru allt spurningar sem verður líklega svarað. Allar spurningar velkomnar.

 

Franska fyrir ferðamenn - Bonjour !

Dagsetningar: Mánudagar 12., 19. og 26. apríl kl. 18:00 - 20:00.

Lengd: 6 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari og kennari.

Inngangur: Á þessu örnámskeiði eru kennd grundvallaratriði í samskiptum á frönsku.

Lýsing: Það kemur sér mjög vel að geta bjargað sér með grundvallaratriði í töluðu máli á frönsku þegar ferðast er um í frönskumælandi löndum.  Á þessu námskeiði lærir þú grundvallaratriði í samskiptum, svo sem heilsa og kveðja og þakka fyrir þig; spyrja að nafni og segja til þjóðernis, spyrja til vegar og nota samgöngur, bjarga þér í verslunum og veitingastöðum, geta spurt um vörur og verð og skilið matseðilinn. Farið verður yfir samskipta hefð í daglegu lífi: hvernig eru kurteisisvenjur frakka til dæmis og hvernig spilar tungumálið þar inn í.

 

Fjármál við starfslok

Dagsetning: Miðvikudag 15. apríl kl.: 18:00 - 20:00.

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.

Inngangur: Hvað þarf að hafa í huga varðandi fjármál fyrir starfslok?

Lýsing: Námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er úttekt lífeyris og séreignar, skattamál, greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar og skipting lífeyris með maka.

 

Hvað er sjáfvirkni og gervigreind?

Dagsetning: Miðvikudagur 21. apríl kl.: 20:00 - 21:00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er einn af stofnendum og eigendum Tækninám.is.   

Inngangur: Eitt af þremur erindum um tæknibreytingar og áhrif sem þær geta haft á líf okkar og störf.

Lýsing: Við lifum nú tíma tæknibreytinga sem hafa áhrif á líf okkar og störf. Framfarir eru hraðar og varla fyrir nokkurn að halda í við tæknina og skilja hvað breytingarnar þýða. Sameyki býður því félagsmönnum röð stuttra erinda í Gott að vita undir yfirskriftinni „Hvað er...?“ Leitast verður við að útskýra fyrirbærin stafræn hæfni, ský og sjálfvirkni og gervigreind. Sumir hafa áhyggjur af að halda ekki í við tæknibreytingar eða verða hreinlega skipt út af vinnumarkaði fyrir vélmenni. Þessi erindi eru ætluð fyrir þá sem vilja skilja út á hvað tæknibreytingarnar ganga og hvað þær geta mögulega þýtt fyrir viðkomandi. Erindin eru tilvalin fyrir forvitna og engin spurning er of vitlaus.

Viðfangsefni þessa þriðja erindis í „Hvað er..?“ er sjálvirkni og gervigreind. Hvað er þetta og skiptir þetta mig einhverju máli? Skiptir þetta einhverju máli í lífi mínu og starfi og hvernig verður þróunin? Stórar spurningar sem velt verður upp og kannski færð þú örlítið meiri innsýn í viðfangsefnið. Allar spurningar velkomnar. Allar spurningar vel þegnar.

 

Mikilvægi sorpflokkunar

Dagsetning:Miðvikudag 28. apríl kl.: 18:00 - 19:00.

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Líf Lárusdóttir

Inngangur: Hvernig á að flokka úrgang og endurvinnsluefni?

Lýsing: Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra fjallar um mikilvægi flokkunar, hvað verður um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkunin skili sem mestum árangri. Sýndar verða helstu umbúðir sem falla til og farið yfir helstu vafaatriði þegar kemur að flokkun. Að erindi loknu er boðið upp á umræður og spurningum svarað.

 

Heildræn næring á þriðja æviskeiðinu

Dagsetningar: Fimmtudagar 29. apríl og 6. maí kl. 19:00 - 21:30.

Lengd: 3 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur

Inngangur: Að hverju þarf að huga varðandi næringu og lífsstíl þegar árin færast yfir?

Lýsing: Mikilvægt er að horfa á heilsuna heildrænt. Fjallað verður um að hverju þarf að huga varðandi næringu þegar árin færast yfir. En það er ekki nóg, huga þarf að bæði félagslegri- og andlegri heilsu vegna þess að ef þeir þættir eru vanræktir er ólíklegt að fólk sé tilbúið til að næra sig vel.

Námskeiðið er fyrir þá sem eru komnir á þriðja æviskeiðið  - eða eru á leiðinni þangað.

 

Njótum en þjótum ekki

Dagsetningar: Mánudagar og miðvikudagar  3., 5., 10., 12. 17. og 19. maí kl.: 17:30 - 19:00.

Lengd: 9  klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Gróa Másdóttir jógakennari, leiðsögumaður og markþjálfi.            

Inngangur: Létt útivist og sjálfstyrking blandast saman á skemmtilegan hátt á þessu námskeiði.

Lýsing: Á mánudögum hittist hópurinn a Zoom, þar sem unnið verður með sjálfstyrkingu í gegnum markþjálfun, jóga, hugleiðslu og slökun.

Á miðvikudögum verður farið í þægilega göngutúra í borginni og næsta nágrenni þar sem náttúran er tekin inn í ró og næði, án áreitis og stress. Áhersla er lögð á að þátttakendur setji sig í fyrsta, annað og þriðja sætið, hlusti á umhverfishljóðin, finni lyktina, hugleiði, geri léttar teygjur, slaki á og njóta en ekki þjóta.

Gefum Gróu orðið: „Þar sem ég er lærður jógakennari, leiðsögmaður og markþjálfi þá mun ég nýta þá verkfærakistu sem ég á með öllum þeim tólum sem ég hef öðlast með reynslu minni á þessum sviðum. Ég hef verið að vinna með ungu fólki, frá VIRK, sem er að stíga upp og koma til baka eftir erfiðleika í gegnum Framvegis símenntun. Þar hef ég nýtt mér þessi verkfæri og hefur það gefist mjög vel. Ég nota mikið öndun og hugleiðslu á mínum námskeiðum um leið og ég sái fræjum sjálfstyrkingar inn í huga þátttakenda. Ég nýti þakklætið mikið, hjálpa þátttakendum að finna styrkleikana sína og hvernig þeir geta nýtt þá í sinni markmiðasetningu o.s.frv.“

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)