Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. febrúar 2021

Allir saman í að stytta vinnuvikuna

Alþingishúsið. Ljósmynd/Axel Jón

Steingrímur J. Sigfússon forseti alþingis sagði í hádegisfréttum á RÚV vegna styttingu vinnuvikunnar að alþingi verði fjölskylduvænni vinnustaður vegna styttingarinnar. Þó mætti reikna með að inn á milli verði þingfundir lengri vegna fundatarna. Það væri óumflýjanlegt og væri innbyggt í löggjafastarfið.

Dagskrá funda og nefndarfunda verður breytt á alþingi og þingfundum verður þjappað saman, eða hlé verði styttri á milli þeirra. „Markmiðið er, jú að sjálfsögðu, að stytting vinnuvikunnar verði raunveruleg stytting hinar eiginlegu vinnuviku, föstu eiginlegu vinnuviku án þess að afköst glatist,“ sagði Steingrímur.

Sagði hann að þjóðþing víða í kringum okkur væru líka að stytta vinnuvikuna og þjappa vinnunni meira saman um miðbik vinnuvikunnar til að njóta frítímans betur. Steingrímur bætti því við, að með þessu sýndu menn [alþingi] kjark til að prófa eitthvað nýtt, og svo verður árangurinn metinn um páskana.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)