Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. febrúar 2021

Skemmtilegt fólk

Nökkvi Elíasson, verkstjóri í flutninga- og rúmaþjónustudeild LSH í Fossvogi. Ljósmynd/Axel Jón

Á Landspítalanum í Fossvogi starfa margir félagsmenn Sameykis við fjölbreytt og krefjandi störf. Í COVID-19 faraldrinum hefur reynt mikið á starfsmenn spítalans eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni sem fylgist með fréttum. Þangað lagði blaðamaður leið sína til að spjalla við starfsmenn um störf þeirra á LSH. Viðmælendur tóku vel á móti grímuklæddum blaðamanni með sprittaðar hendur og hangandi myndavél um hálsinn.

Nökkvi Elíasson, verkstjóri í flutninga- og rúmaþjónustudeild LSH í Fossvogi spjallaði við blaðamann um störf sín á spítalanum. Hann segist slaka best á innan um skemmtilegt fólk, samstarfsmenn sína.

Nökkvi er búinn að starfa í tvö ár á LSH í Fossvogi og var falin yfirmannsstaða þar nýlega. Það er greinilegt að Nökkvi er yfirvegaður maður, réttur maður á réttum stað, því starfinu fylgir mikill erill og mörg þau mál sem upp koma krefjast fljótrar úrlausnar og því nauðsynlegt að geta haft yfirsýn yfir fjölbreytt verkefni. Starfssemi flutningsdeildarinnar er á ýmsum stöðum í húsinu. „Mitt fólk er á ýmsum stöðum í húsinu og er í ólíkum verkefnum. Fara þarf með póst milli staða, flytja sjúklinga í rúmum og hjólastólum á milli hæða og deilda eins og röntgen, í aðhlynningu vegna beinbrota og fá gifs, bara út um allt og mikill erill hjá öllum," sagði Nökkvi.

Á Meðal efnis í næsta tölublaði Sameykis:

Datt í lukkupottinn Guðrún Magnea Guðmundsdóttir var heldur betur heppin þegar hún var dregin út í leiknum sem Sameyki efndi til vegna styttingu vinnuvikunnar á Netinu

Baráttan fyrir betri kjörum Í leiðara blaðsins fjalla formenn Sameykis m.a. um það sem framundan er hjá Sameyki; stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.

Lausnin á atvinnuleysinu Í grein Ólafs Margeirssonar, doktors í hagfræði fjallar hann um atvinnuleysi á Íslandi, atvinnuframboðstryggingu og borgaralaun.

Hengir af sér á greinar trjánna Viðtal við Elínu Helgu Sankó, heilbrigðisgagnafræðing sem starfar á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi með starfsstöð á gjörgæsludeild.

Alltaf á vaktinni Viðtal við öryggisvörð á LSH í Fossvogi, Guðmund Ólaf Ingólfsson.

„Halló, halló! Þú ert á mjút Guðmundur!“ –  Fjarfundir hafa þróast hratt og fólk tekið fjarfundatækni ört í sína þjónustu. Í viðtali útskýra Svava Björk Ólafsdóttir og Hafdís Huld Björnsdóttir hjá Rata málið fyrir lesendum.

Fræðslustyrkir og nýjar úthlutunarreglur Nú geta allir félagsmenn Sameykis sótt um starfsmenntunarstyrki og starfsþróunarstyrki að því gefnu að þeir uppfylli lágmarksskilyrði. Grein eftir Jóhönnu Þórdórsdóttur, fræðslustjóra Sameykis.

Gott að vita Námskeið á vorönn eru á sínum stað í blaðinu.

Rétt fyrir sólarupprás Baldur Vignir Karlsson, formaður Háskóladeildar Sameykis ritar pisti.

Heldurðu jafnvægi á stafræna hæfnihjólinu? Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar fjallar í áhugaverðri grein um sjálfspróf, viðmiðunarpróf um stafræna hæfni.

Kæru félagar Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður lífeyrisdeildar Sameykis fer yfir síðasta ár og það sem fram undan er hjá lífeyrisdeildinni.

Vinningshafi krossgátunnar – Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir sem starfar á fréttastofu RÚV vann helgi í orlofshúsi Sameykis.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)