Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. mars 2021

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag

Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi fyrir sérstakan kvennalista, Kvennalistann eldri. Ljósmynd / Axel Jón

Í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og er helgaður baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Árið 1977 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að dagurinn yrði alþjóðlegur kvennadagur þeirra. Nú í ár er dagurinn sérstaklega helgaður konum í forystuhlutverki um allan heim.

Árangur hefur náðst í jafnréttismálum á Íslandi í gegnum árin eins og rannsóknir hafa sýnt fram á, en það er eins og vart sjái högg á vatni þegar litið er til heimsins alls. Það hallar á konur þar sem hér á landi þegar kemur að jafnrétti á vinnumarkaði og sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Þar ríkir stöðnun eins og bent hefur verið á að heildartekjur karla er 29 prósentum hærri en kvenna. Sú barátta sem konur hófu fyrir 100 árum fyrir jafnrétti kynjanna heldur áfram og þökk sem þeim sem rutt hafa brautina fyrir betra samfélagi og auknu jafnrétti.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars milli klukkan 12 til 13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ. Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn. Fundur verður túlkaður á ensku.

Hlekkur á fundinn og aðrar upplýsingar má finna á Facebook-viðburði fundarins. Við hvetjum þá sem ætla að fylgjast með fundinum til að skrá sig til leiks þar.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra.“ Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.
  • „Framlínukonur á tímum Covid.“ Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
  • „Spritta, tengjast, vinna.“ Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.
  • Umræður

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)