Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. mars 2021

Fundarlotu Sameykis lokið á landsbyggðinni

Sameyki lauk fundarlotu um landið þar sem kynnt var fyrir félögum orlofsmál, fræðslumál og kjaramál hjá stéttarfélaginu. Hófust fundirnir á Vesturlandi og Vestfjörður og svo var haldið hringinn um Norðurland, Austurland og fundarlotunni lauk svo með félögum Sameykis á Suðurlandi. Fundirnir fóru allir fram í gegnum Teams fjarfundarbúnað. Í undirbúningi er að halda samskonar fundi fyrir félaga Sameykis á Höfuðborgarsvæðinu.

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis hélt utan um fundarstjórn og bauð gesti velkomna með því að bjóða þeim að kynna sig og að því loknu kynnti hann dagskrá fundarins og framsögumenn.

 

Orlofsmál

Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri kjara- og reksturs fjallaði um orlofsmál á fundunum, hvernig úthlutunarferlið er uppbyggt og þá orlofsmöguleika sem í boði eru.

Grundvallarbreyting hefur orðið í Munaðarnesi því endurbygging hefur staðið yfir á öllum húsunum. Álag er er almennt mikið á orlofshúsum Sameykis og viðhald húsanna er stöðugt í endurskoðun. Fjölgun er á orlofshúsum sem leyfa gæludýr en krafist er góðrar umgengi og að gestir þrífi eftir þau. Þá hefst umsóknartímabilið fyrir sumarúthlutun 6. mars og lýkur 26. mars. Félagsmenn fá svo svar við sínum umsóknum 31. mars þegar úrvinnslu umsóknanna er lokið. Í orlofsblaðinu er hægt að sjá á einni síðu öll orlofshúsin sem leyfa gæludýr.

 

Hugarfar grósku og stytting vinnuvikunnar

Jóhanna Þórdórsdóttir Fræðslustjóri Sameykis fór yfir stafræna hæfni og hvað hún er. Hún sagði frá nýjum hugtökum vegna stafrænnar hæfni kynslóðanna og hversu ólíkar þær eru að því leyti. Í dag er rætt um fólk, sem má segja að séu innfæddir (native) í stafrænan veruleika, og innflytjendur sem eru eldri kynslóðir, og þurfa að aðlagast nýjum stafrænum veruleika. Hún benti á stafræna hæfnihjólið þar sem hægt er að meta eigin hæfni á vefnum í framhaldi.

Jóhanna hvatti félagsmenn að uppfæra hæfni sína og benti á þá möguleika sem þeim stendur til boða. Í fyrsta lagi er um að ræða símenntun hjá Starfsmennt og í öðru lagi Gott að vita námskeiðin sem má finna í janúarblaði Sameykis og á vef stéttarfélagsins. Þá geta félagar fengið náms og starfsráðgjöf hjá Starfsmennt því gott er að fá álit sérfræðinga hvað hentar manni best miðað við stöðu og hæfni.

Jóhanna nefndi aðgerðaáætlun ríkistjórnarinnar og þar kemur fram að það sé á ábyrgð samfélagsins að fræða og upplýsa um hvað stafræn hæfni er. Sameyki lætur það sig varða.

 

Kjaramál og stytting vinnuvikunnar

Guðmundur Freyr Sveinsson deildarstjóri Kjaradeildar fór yfir á fundunum stöðuna á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og svo í vaktavinnu. Sagði hann að frá verkefninu í heild sinni og greindi frá hvernig staðan er í þessum verkefnum hjá ríki og sveitarfélögum. Drög að vaktaskýrslum eigi að liggja fyrir 15. mars n.k., 2. apríl á hún að vera samþykkt og 1. maí taki gildi.

Í fyrirspurnum meðal fundargesta kom fram að borið hefði á því í umbótasamtölunum að samið hafi verið um að neysluhlé og kaffitímar féllu niður. Árni Stefán Jónsson var til svara og lýsti því að þetta sé á misskilningi byggt. Neysluhléin hafi aldrei verið gefin eftir í kjarasamningi og hefðbundin neysluhlé breytast ekki. Þau eru áfram eins og þau hafa verið en verða ekki lengur á forræði starfsmannsins. Það sé eina breytingin varðandi neysluhléin. Umbótasamtalið átti að felast í því að fólk átti að eiga samtal við stjórnendur en ekki að stjórnendur ákveði fyrir starfsfólkið hvernig styttingin sé framkvæmd. Það er ekki umbótasamtal heldur einhliða ákvörðun sem ekki er samkvæmt kjarasamningi.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)