Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. mars 2021

Félagar Sameykis vilja funda

Sameyki heldur félagafundi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi

Færri komast að en vilja á fyrsta félagafundinn með Sameyki á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi sem haldinn er í gegnum fjarfundarbúnað, því fullbókað er á fyrsta fundinn sem haldinn verður 17. mars nk. Enn er hægt að bóka sig á fundi dagana 18., og 19. mars.

Til stendur að fjölga fundum ef eftirspurn fer fram úr vonum á þessu svæði en Sameyki hefur nú fundað með félögum þess um landið sem mælst hefur vel fyrir. Umræður hafa skapast um orlofsmál, kjaramál og fræðslumál á fundunum og á vinnustöðunum. Margt er í boði fyrir félagsmenn hjá Sameyki á þessum sviðum og ánægjulegt er að sjá áhugann fyrir þessum fundum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)