Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. mars 2021

Átta tímar eru viðmiðið, ekki sex tímar

Flugvallarstarfsmaður. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri kjara- og reksturs hjá Sameyki sagði í Fréttablaðinu í dag að stytting vinnuvikunnar væri ekki leið fyrir embættin til að fara í sparnaðaraðgerðir. Ekki sé hægt að setja á einhliða vaktakerfi án þess að umbótasamtalið eigi sér stað. Fréttablaðið greindi frá því í blaði dagsins að mikil óánægja er hjá landamæravörðum vegna vaktafyrirkomulagsins sem sett hefur verið á og að einn landamæravörður hafi sagt upp.

Þórarinn segir að þetta fyrirkomulag sé ekki það sem lagt var upp með og segir að þessu verði snúið við fyrir 1. maí. „Fjölbreytileiki vakta sé eitt af markmiðunum með styttingu vinnuvikunnar, en ástæða þess hafi verið að koma tólf tímavöktunum út. Þær valdi álagi og hættu á mistökum í starfi. Vaktir eigi heldur ekki að fara of langt í hina áttina heldur vera skipulagðar með eðlilegum hætti og að  átta tímar eru viðmiðið.“

Óánægja landamæravarða gætir því settar eru á einhliða fjöldi stuttra vakta, allt að sex tíma vaktir, sem leiðir til þess að þeir þurfa mæta tíðar á vinnustaðinn. Það skapar ekki þann fjölbreytileika sem þarf á vinnustöðunum.

Í samkomulaginu sem Sameyki gerði á opinbera vinnumarkaðinum er að mati Sameykis ekki opin heimild fyrir atvinnurekendur til að skipuleggja stubbavaktir. Hefur Sameyki gert alvarlegar athugasemdir við skipulag vakta landamæravarða hjá innleiðingarhópnum skipuðum atvinnurekendum og stéttarfélögum. Málið er nú til skoðunar í hópnum.

Þórarinn segir að þegar vinnustundum sé fækkað þar að finna skapandi lausnir til að sinna verkefnum og þjónustu sem veitt er en það var aldrei samkomulag um að styttingin væri leið fyrir embættin til að fara í sparnaðaraðgerðir og allar aðhaldskröfur séu styttingu vinnuvikunnar óviðkomandi.

Fréttin birtist í Fréttablaðinu.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)