Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. mars 2021

Mikilvægt að orkuskiptin ógni ekki afkomuöryggi

Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingu BSRB og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Á fundi um réttlát orkuskipti að kolefnislausri framtíð á vegum ASÍ, BHM og BSRB sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og einn skýrsluhöfunda að jöklar hopi, sjávarborð hækki og hlýnunin ógni híbýlum okkar. „Þetta sést vel á aukinni tíðni náttúruhamfara hér á landi undanfarin ár. Á jörðinni fækkar plöntum og dýrum í stórum stíl og fólk flýr vegna hlýnunar og loftmengunar. Við megum engan tíma missa,“ sagði Sigríður Ingibjörg.

Á fundinum fór Sigríður Ingibjörg yfir efni skýrslunnar, þar sem kemur fram að árið 2020 hafi verið það hlýjasta á jörðinni síðan mælingar hófust. „Þriggja gráðu hiti felur í sér gjörbreytt lífsskilyrði og mikla ógn fyrir jarðarbúa. Við gætum haldið okkur innan við tvær gráður en svo það takist þurfum við að vinna öll saman sem búum á þessari jörð. Við losum þrefalt á við aðra íbúa jarðarinnar,“ sagði hún,

Íslendingar henda og sóa meira hlutfallslega en aðrir á jörðinni samkvæmt skýrslunni. Íslensk heildarsamtök launafólks eru í samvinnu við norræn og þýsk heildarsamtök við gerð þessarar skýrslu og í framhaldi hafa stéttarfélögin sett sér þau markmið að ná markmiðum að kolefnislausu Íslandi með öðrum ríkjum heims. „Þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið hjá ríkisstjórninni duga ekki til að ná þeim markmiðum sem þarf til til að ná þessum árangri. Megin áherslur eru orkuskipti í samgöngum, endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðsla. Það sé augljóst að mikið vanti upp á hjá stjórnvöldum til að þessi markmið náist, sagði Sigríður Ingibjörg.

Einnig er það ekki ásættanlegt að þeir fátækustu hér á landi beru mestu byrðarnar eða ábyrgðina í þessum málum og orkuskiptin ógni ekki afkomuöryggi fólks. Stjórnvöld þurfi að vera meðvituð um þau hagmunaöfl sem hafa mikinn hag af losuninni og þau áhrif sem loftslagsmál hafa áhrif á samfélagið og efnahag þjóðarinnar. Það sé ekki sanngjarnt gagnvart samfélaginu að ekki sé tekið jafnt tillit til allra sem þar búa.

 

Sofandi stjórnvöld

Hugtök þau sem fram koma í skýrslunni hafa fengið lítið vægi hjá stjórnvöldum og gera þarf kröfur um réttlát orkuskipti í anda Parísarsáttmálans. Breytingar á loftslaginu eru hraðar og við þurfum að bregðast hratt við.

Sigríður Ingibjörg sagði að skapa þurfi nýja þekkingu, starfsþjálfun og bæta þurfi vinnuumhverfi í tengslum við orkuskiptin. Þá mun ónæg upplýsing orkuskiptanna vekja óöryggi meðal fólks og því er hætta á að fólk hafni þeim vegna ónægrar upplýsinga hjá stjórnvöldum. Því þarf að nást betri árangur með auknu samstarfi og samstarfið skal vera formlegt.

Launafólk og þátttaka stéttarfélaga í stefnumótun sé mikilvæg vegna þekkingar hennar og umhyggju fyrir hagsmunum launafólks í landinu. „Við sættum okkur ekki við að standa utan við þessi mál og krefjumst þess að við verkalýðshreyfinguna verði myndað samstarf og breytingarnar fari fram á forsendum réttlætis og ábata, ásamt því að kostnaði við orkuskiptin verði deilt með sanngjörnum hætti. Því þarf að koma á vinnuhópi sem leggur grunninn að réttlátum orkuskiptum og Ísland verði þátttakandi að loftlagshreinum Norðurlöndum eins og fram kom á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna sl. sumar,“ sagði Sigríður Ingibjörg að lokum.

Hætta á auknum ójöfnuði

Drífa Snædal, forseti ASÍ, þakkaði fyrir samstarfið á þessi sviði. Hún benti á að Þýskaland og hin Norðurlöndin séu komin lengra á þessu sviði en Ísland. Hún ræddi um hinar ýktu sveiflur í náttúrunni og afleiðingar náttúruhamfara hér á landi sem annarsstaðar og sagði að sum svæði verða óbyggileg. Flóttamannavandinn mun aukast í framtíðunni vegna þess, ekki minnka.

Íslendingar eru vanir að samræma atvinnustefnu og laun. Atvinnuleysiskerfið þarf að endurskoða vegna þess að atvinnuhættir munu breytast vegna þessara umskipta. Einnig þarf að fara í skattakerfið því ójöfnuður mun aukast í kjölfar orkuskiptanna. „Ef við sitjum hjá og gerum ekkert mun verða aukinn ójöfnuður, þess vegna þarf verkalýðshreyfingin að vera með í þessu [orkuskiptunum] svo ójöfnuðurinn aukist síður. Hugmyndin um réttlátt orkuskipti verður meginumræðuefnið á þingi ASÍ. Það verða engar stórar breytingar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verða án samvinnu við verkalýðshreyfinguna,“ sagði Drífa Snædal að lokum.

 

Bjóða þarf samtökum launafólks í umræðuna

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði að orð séu til alls fyrst í þessum málum en verkalýðshreyfingin leggi mikla áherslu á að við megum engan tíma missa til að ná markmiðum að kolefnislausri framtíð. Við blasi hversu fjölbreytt leiðarljós þurfi til að ná jöfnuði og vinna gegn hættu á ójöfnuðu í samfélaginu. Það er sérkennilegt að samtök launafólks hafi ekki verið boðið að borðinu með stjórnvöldum.

„Það er borin von að árangur náist ef samtökin eru ekki með. Vinna þarf betur að hvernig þessi markmið nást. Stjórnvöld verða að bjóða samtökum launafólks í umræðuna. Bæði út frá orkuskiptum og tækni þarf að fara í stefnumótum hvernig þau verða og hvernig þau eru greidd. Mæta þarf breyttum heimi. Horfa þarf á þessar aðgerðir út frá forsendum fólks en ekki fjármagns,“ sagði Sonja að lokum.

Lesa má skýrsluna hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)