Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. mars 2021

Árni Stefán Jónsson stígur úr formannsstóli

Árni Stefán Jónsson á aðalfundi Sameykis

Árni Stefán Jónsson lét af embætti sem formaður Sameykis á aðalfundi þess sem haldinn var seinnipartinn í gær. Þórarinn Eyfjörð tók við formannsembættinu til næstu þriggja ára. Árni Stefán var áður formaður í SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu frá árinu 2006. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra SFR í 16 ár. Sagði hann í ávarpi sínu á fundinum að hann hafi helgað meginhluta starfsferilsins í kjarabaráttu fyrir launafólk. Sú barátta hafi verið gefandi en oft á tíðum krefjandi. Verkefnin hafi verið fjölmörg á löngum ferli og með þakklæti stigi hann nú af stóli formanns Sameykis. Þá óskaði Árni Stefán nýjum formanni til hamingju með embættið, þakkaði starfsfólki félagsins kærlega fyrir samvinnuna og óskaði félögum sínum gæfu og gengis í verkalýðsbaráttunni.

Garðar Hilmarsson hættir sem varaformaður Sameykis en hann var þar áður formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sagði hann á þessum tímamótum að það hafi verið heillaskref að sameina bæði félögin og skapa sterka heild með 12 þúsund manna stéttarfélagi. Hann þakkaði Árna Stefáni Jónssyni fyrir samstarfið og óskaði Þórarni Eyfjörð velfarnaðar í embætti formanns Sameykis.

Aðalfundurinn samþykkti ennfremur sex ályktanir; ályktun um COVID-19 og almannahagsmuni, ályktun um auðlindir í þjóðareigu, ályktun um spillingu, ályktun um virði starfa kvenna, ályktun um styttingu vinnuvikunnar og ályktun um réttlát orkuskipti.

 

Garðar Hilmarsson.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)