Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. apríl 2021

Betri vinnutími vaktavinnufólks

Ágústa Sigurðardóttir, bílstjóri hjá Strætó bs.. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Markmiðin með styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. Breytingunum er einnig ætlað að auka stöðugleika í starfsmannahaldi, draga úr yfirvinnu, bæta öryggi og þjónustu við almenning og gera störf í vaktavinnu eftirsóknarverðari.

Með breytingunum er vinnuvikan fyrir fólk í vaktavinnu stytt úr 40 stundum í 36. Vinnuskyldustundir vaktavinnufólks utan dagvinnumarka munu hafa ólíkt vægi við útreikning vinnuskila. Þannig má stytta vinnutímann enn frekar, eða í allt að 32 stundir á viku. Eftir breytingarnar verður fyrir vikið auðveldara fyrir vaktavinnufólk að vera í fullu starfi.

Jafnframt eru breytingar á launamyndunarþáttum. Til að mynda verður vaktaálag á næturvöktum hækkað og þá er vaktaálag hækkað á einstaka stórhátíðardögum. Vaktahvati er einnig nýr og greiðist sem hlutfall mánaðarlauna fyrir fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili.

Innleiðing
Betri vinnutími í vaktavinnu er stórt breytingarverkefni og umbótatækifæri. Fram að gildistöku vinnutímabreytinganna er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur.

Kynntu þér málið betur með því að skoða fræðsluefni á betrivinnutimi.is.

Við erum öll í þessu saman!


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)