Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. maí 2021

Segja opinbera starfsmenn á eftir í launaþróun milli markaða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB hafa bæði skrifað greinar í fölmiðla sem fjalla um launaþróun opinberra starfsmanna og birtust í gær og í dag. Sonja Ýr skrifar grein sem birtist á Kjarnanum í dag þar en hún segir að það séu ekki opinberir starfsmenn sem leiða launaþróunina heldur hafi það verið Lífskjarasamningurinn sem lagði grunninn í undangenginni kjarasamningslotu. Þá segir hún að rétt sé að launahækkanir opinberra starfsmanna hafi hækkað hlutfallslega meira en hjá launafólki á almenna markaðnum en sé samt á eftir í launaþróuninni. Launahækkunin hjá opinberum starfsmönnum hafi hækkað mest hjá þeim sem eru á lægstu laununum hjá ríki og sveitarfélögum. Þar sem fleiri eru á lægstu laununum hafi þar af leiðandi launavísitalan hjá opinberum starfsmönnum hækkað meira. Lesa pistil formanns BSRB hér.

Þórarinn fjallar um í pistli sínum í Morgunblaðinu í gær um launaþróun opinberra starfsmanna og svarar þar þingmanninum Óla Birni Kárasyni sem heldur því fram í aðsendri grein í Morgunblaðið 28. apríl sl. að opinberir starfsmenn leiði launaþróunina í landinu. Formaður Sameykis bendir á í grein sinni að opinberir starfsmenn eru á eftir almenna markaðnum í launaþróun en hafi hækkað hlutfallslega meira vegna hækkunar lægstu launa. Enn eigi eftir að jafna laun á jafn verðmætum störfum milli markaða. Lesa pistil formanns Sameykis hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)