Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. júní 2021

Launaþróun milli markaða á hraða snigilsins

Í áhugaverðri fréttaskýringu á vef Kjarnans skrifar Þórður Snær Júlíusson ritstjóri um samkomulag um breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og launaþróun á milli markaða í kjölfar samkomulagsins, sem gert var árið 2016. Þar kemur fram að áform um að jafna laun á milli almenna markaðarins og hins opinbera hafa gengið hægt þrátt fyrir að samkomulagið kveði á um að jöfnun launa skuli lokið innan fyrir árið 2026.

Ríkisstarfsmenn gáfu eftir lífeyrisréttindi sín og hækkuðu lífeyristökualdur svo að jafna mætti laun á milli markaða. Þegar skrifað var undir samkomulagið 19. september 2016 var launamunurinn um 16 prósent og hefur hann aðeins minnkað um 0,4 prósentustig á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru.

Þó lægstu laun ríkisstarfsmanna hafi hækkað meira þá mælist launamunurinn enn mikill því hinn almenni starfsmaður er með að meðaltali 15,6 prósent hærri laun en starfsmenn annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur, 17,6 prósent meira en ríkisstarfsmenn og 29,2 prósent hærri laun en starfsmenn höfuðborgarinnar sem tilheyra BSRB eru með.


Sjá fréttaskýringu á vef Kjarnans

Sjá skýrslu Kjaratölfræðinefndar

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)