Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. júní 2021

Heilsueflandi vinnustaðir og breytt viðhorf

Ingibjörg Loftsdóttir og Líney Árnadóttir

Í nýju ársriti sem Virk starfsendurhæfingarsjóður var að gefa út kennir ýmissa grasa. Það er meðal annars rætt við Ingibjörgu Loftsdóttur sviðstjóra og Líney Árnadóttur sérfræðings hjá Virk um verkefnið Heilsueflandi vinnustaður. Verkefnið er hófst snemma árs 2019 í samstarfi við embætti Landlæknis og Vinnueftirlitsins til að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum. Segja þær að viðmiðin verði tilbúin fyrir alla vinnustaði til að stuðla að betri líðan starfsfólks síns og betri heilsu almennt. Þá er mikilvægur sá þáttur að minnka streitu í vinnuumhverfinu.

 

Víðtæk viðmið fyrir vinnustaði
Verkefnið snýst alls ekki um að allir eigi að fara út að hlaupa eða demba sér í líkamsrækt og borða hollt, þó það sé gott og gilt. Nei, viðmiðin eru víðtækari og lúta að starfsháttum og stjórnunarháttum á vinnustaðnum og umhverfi vinnustaðarins. Viðmiðin eru þannig hönnuð að auðvelda vinnustöðunum að tileinka sér að vera heilsueflandi vinnustaðir. Í greininni segir: „Viðmiðin endurspegla heildræna sýn á heilsu sem öll fyrirtæki ættu að geta tileinkað sér, fyrirtæki sínu og starfsfólki til hagsbóta.“

Þegar þessu verkefni lýkur verða viðmiðin aðgengileg öllum vinnustöðum á landinu og er stefnt að því eins og áður sagði í lok þessa árs.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)