Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. júlí 2021

Ný hótel sem taka nú við Ferðaávísun

Við viljum vekja athygli á nokkrum nýjum hótelum sem taka nú við Ferðaávísun.

Árnanes ferðaþjónusta
Notalegt sveitahótel í Hornafirði við þjóðveg nr. 1, skammt undan rótum Vatnajökuls.
Árnanes er með 22 herbergi og veitingasal fyrir 60 manns amk.
Þar er einnig hestaleiga.

Hótel Laugar Sælingsdal
Hótelið að Laugum í Sælingsdal er frábært fyrir barnafjölskyldur. Skemmtilegur íþróttasalur, sundlaug og útileiksvæði.

Hótel Siglunes
Hótel Siglunes er aðeins meira en venjulegt hótel. Það er fjölskyldurekið og nostrað við öll smáatriði.

Við bjóðum þau velkomin í hóp þeirra fjölmörgu gistimöguleika sem nú eru í boði í gegnum Ferðaávísun en Sameyki býður félagsmönnum sínum að kaupa rafræna ferðaávísun á orlofsvef Sameykis.

Félagsmaður ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf félagsmaður einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.

Orlofssjóður niðurgreiðir ferðaávísanir um allt að 30% eða að hámarki 15.000 kr á almanaksári. Þannig að niðurgreiðsla af 65.000 kr ferðaávísun er 15.000 kr. Hægt verður að kaupa ferðaávísun fyrir hærri upphæð án þess að niðurgreiðslu njóti við. Einnig er hægt að kaupa ferðaávísun í mörgum atrennum en 30% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 15.000 hámarkinu er náð.

Best er að byrja á því að kanna hvort laust sé á hótelinu á þeim tíma sem hentar áður en ferðaávísun er keypt. Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli. Félagsfólk mun geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef Sameykis. Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.

Sameyki gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

Kaupa ferðaávísun Sameykis á orlofsvefnum.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)