Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. ágúst 2021

Opinberir starfsmenn ánægðir með styttingu vinnuvikunnar

Samsett mynd.

Í könnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir sig um styttingu vinnuvikunnar og birtist í dag kemur fram að 64 prósent starfsfólks á opinbera markaðnum er ánægt með styttingu vinnuvikunnar. Í könnuninni kom einnig fram að konur eru ánægðari með styttinguna en karlar.

Almenni markaðurinn situr eftir
Á almenna markaðnum ríkir meiri óánægja heldur en á opinbera markaðnum með styttinguna. Í viðtali við Fréttablaðið segir Halldóra Sveinsdóttir hjá Starfsgreinasambandinu skýringuna vera þá að semja þurfi sérstaklega við vinnuveitendur um styttingu vinnuvikunnar; „Styttingin kemur ekki sjálfkrafa inn eins og hjá starfsfólki hins opinbera,“ sagði hún í samtali við blaðið.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og samböndin tóku höndum saman þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar á opinbera markaðnum. Þá tókst að semja um styttingu vinnuvikunnar í allt að fjórar klukkustundir á viku. Samningunum var svo fylgt fast eftir inn á stofnunum og vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Útfærslan var fast mótuð hvernig innleiða ætti styttingu vinnuvikunnar fyrir launafólk. Þessu var ólíkt farið á almenna markaðnum þar sem aðferðafræðin var önnur og sjálfvirknivæðing í innleiðingu og lengd styttingu vinnuvikunnar var og er með öðrum hætti.

Þá kemur fram að almenni markaðurinn er á eftir í þeirri kerfisbreytingu sem nú hefur orðið með styttingu vinnuvikunnar og launafólk á almenna markaðnum vill nú semja við sína vinnuveitendur og þannig fylgja með í þeim kerfisbreytingum sem orðið hafa hjá launafólki á opinbera markaðnum um styttingu vinnuvikunnar.

Lesa fréttina á vef Fréttablaðsins hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)