Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. desember 2021

Byrja að vinna klukkan fimm alla morgna

Braghildur S. Little Matthíasdóttir er formaður Félags heilbrigðisritara. Ljósmynd/BIG

Braghildur S. Little Matthíasdóttir er formaður Félags heilbrigðisritara og starfar sem slíkur hjá LSH á sviði sem heitir sjúkra- og skjalaskrá. Hún er í viðtali í tímariti Sameykis sem fer í póst til félagsfólks mánudaginn nk. Félag heilbrigðisritara er fagfélag heilbrigðisritara og var stofnað árið 2005 að frumkvæði Guðríðar Guðbjörnsdóttur. Þar kynnumst við aðeins formanni félagsins og forvitnumst um ævi hennar og störf heilbrigðisritarans og áform fagfélagsins.

Heilbrigðisritarar er láglauna kvennastétt sem krefst þess af fólki að það hafi gott innsæi og gefi aðstæðum fólks gaum. „Við erum í stöðugum samskiptum við fólk sem er statt í misjöfnum aðstæðum í lífi sínu. Við þurfum að geta sett okkur í spor annarra án þess að vera með dómhörku. Það er lykilatriði, hvort sem við ræðum við fólk símleiðis eða í eigin persónu, þá þarf ávallt að sína nærgætni,“ segir Braghildur í viðtalinu.

„Því miður er enginn karlmaður í stéttinni og enn hefur enginn karl sótt um starf heilbrigðisritara svo ég viti til. Þeir eiga alveg erindi í þetta starf og þeir eru mjög mikið velkomnir, okkur vantar þá í framlínustörfin til jafns við konur almennt í stéttina. Þetta er láglauna kvennastétt og þó að við höfum reynt, hefur því verið hafnað af ráðuneytinu að starfið verði lögverndað og heilbrigðisritarar njóti þá um leið þeirrar launaverndar og sérstöðu sem því fylgir.“

Tímaritið fer í póst til félagsfólks í Sameyki á mánudaginn n.k. Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)