Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. desember 2021

Lífeyrir og hið opinbera

Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ljósmynd/BIG

Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands fjallar um í grein sinni, B eða ekki B: Lífeyrir og hið opinbera, í nýjasta tímariti Sameykis um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna sem fer í póst til félagsfólks á mánudaginn kemur. „Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á sér langa sögu og er mun eldra að stofni til en kerfið á almenna vinnumarkaðinum. LSR er rétt ríflega 100 ára, stofnaður í nóvember 1919. Hann hét í fyrstu Lífeyrissjóður embættismanna og eins og nafnið gefur til kynna þjónaði hann þá eingöngu þeim sem töldust embættismenn, þ.e. æðstu stjórnendum ríkisins. Þeir höfðu raunar haft nokkur eftirlaunaréttindi áður, sem þá voru greidd beint úr ríkissjóði. Ekkjur embættismanna höfðu einnig rétt á lífeyri.

Gylfi fer yfir sögu og kosti lífeyrismála í tímaritinu og segir m.a.: „Ríki og sveitarfélög eiga von á verulega bættri afkomu á næstu áratugum, bæði vegna þeirrar skattfrestunar sem er innbyggð í sjóðsöfnunarkerfið og vegna tekjutenginga greiðslna í gegnumstreymishluta lífeyriskerfisins, þ.e. Tryggingastofnun. Samtals námu eignir lífeyrissjóða um síðustu áramót um 5.727 milljörðum króna og höfðu í lok september á þessu ári vaxið í 6.445 milljarða.“

Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)