Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. desember 2021

Formaður BSRB svarar áróðri Samtaka atvinnulífins

Sonja ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Formaður BSRB ritar pistil í dag þar sem hún svarar áróðri Samtaka atvinnulífsins sem halda því fram í fjölmiðlum að opinberir stafsmenn leiði launaþróunina á vinnumarkaðnum. Segir hún að Hagsmunasamtök fyrirtækja sem mörg hver greiða gríðarháar arðgreiðslur til eigenda sinna vilja telja okkur trú um að opinberir starfsmenn dragi þróttinn úr íslensku hagkerfi. „Staðreyndin er hins vegar sú að opinberir starfsmenn halda mikilvægri almannaþjónustu gangandi og án þeirra myndi atvinnulífið stöðvast.“

Hún bendir á að tölurnar tali sínu máli. „Ef fjöldi opinberra starfsmanna er skoðaður sem hlutfall af landsmönnum öllum sést að fjöldinn hefur nánast staðið í stað á undanförnum árum. Í þessum samanburði ber einnig að hafa í huga að fjölda starfandi á almennum vinnumarkaði hefur fækkað vegna atvinnuleysis, sérstaklega í ferðaþjónustu,“ segir Sonja Ýr.

Sonja Ýr segir að starfsfólkið í almannaþjónustunni eru einstaklingar sem helga störf sín þjónustu við almenning og bera uppi velferðarkerfið og gæta almannaöryggis.

„Öflug velferð og löggæsla hafa jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og þar með fyrirtækin í landinu. Starfsfólk almannaþjónustunnar hefur unnið þrekvirki undir miklu álagi í á annað ár og hætt er við að framlínufólk hafi gengið svo nærri heilsu sinni að það hafi neikvæðar langtímaafleiðingar sem hefur ekki bara áhrif á það sjálft heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt,“ segir hún.

Pistil Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB, birtist á vef Sameykis og má lesa í heild sinni hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)