Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. desember 2021

Lævís þau í leyni liggja

„Ráðið gegn félagabrjótum er ætíð það sama. Samstaða vinnandi fólks um réttindi sín og kjör gegnum lögleg, frjáls og óháð stéttarfélög.“

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur fjallar um gul stéttarfélög á Íslandi og í sögulegu samhengi. Segir hann í grein sinni í 4. tbl. Sameykis sem fer í póst til félagsmanna eftir helgina að gul verkalýðsfélög séu félög sem eru stofnuð og starfa undir hæl atvinnurekenda, gera aldrei alvarlegan ágreining við eigendur fyrirtækja og afrita samninga annarra verkalýðsfélaga án þess að leggja nokkuð til baráttunnar.

„Félagabrjótar og gul verkalýðsfélög eiga það sameiginlegt að vinna gegn réttindum og stöðu stéttarfélaga í samfélaginu. Þau eru tæki til að verja og tryggja einokun atvinnurekendavalds í efnahagslífi og stjórnmálum.“

Hann segir að þessum nýju aðferðum gulra stéttarfélaga hafi skolað hér á land. „Nýtt gult stéttarfélag var stofnað fyrir nokkrum árum að undirlagi fyrrverandi formanns VR, sem valt úr þeim stóli í uppgjöri félagsmanna við fortíðina. Þetta er Félag lykilmanna, stofnað árið 2012. Félagið starfar í anda sambærilegra félaga sem stofnuð hafa verið á Norðurlöndunum. Þau standa utan heildarsamtaka launafólks og gera ekki ágreining við atvinnurekendur, en afrita samninga sem önnur félög ná, án þess að leggja nokkuð til baráttunnar sjálf.“


Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)