Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. desember 2021

Jákvætt að vinna heima en því getur fylgt einmanaleiki

Flestir félagsmenn nefndu að minni streita og stress væri við vinnu heima en alla jafna. Tímastjórnun væri betri, t.d. er varðaði verkefni fyrir vinnu og tíminn nýttist betur. Margir nefna að vinnunæði sé meira við vinnu heima og því aukin afköst.

Breytingar eru að verða á íslenskum vinnumarkaði vegna COVID-19. Félagsfólk Sameykis segir m.a. í viðhorfskönnun að minni streita og stress ásamt betri tímastjórnun fylgi því að vinna heima. Meðal neikvæðra þátta sem fram kom í viðhorfskönnun félagsmanna í Sameyki sem framkvæmd var af Ráðhúsinu fyrir stéttarfélagið má nefna að hreyfingu skorti ásamt einangrun og félagslegu samneyti. Þá kemur fram hjá 36 prósent félagsmanna að einmanaleiki fylgir því að vinna heima.

Spurt var um líkamlega og andlega heilsu launafólks og hvort það fyndi annað hvort jákvæð eða neikvæð áhrif á andlega eða líkamlega heilsu sína samfara vinnu heima. Segja má að þorri félagsmanna hafi svarað spurningunni um hver væru neikvæð andleg áhrif Covid-19 faraldursins á svipaðan hátt en þar bar hæst einangrun, einmannaleiki, skortur á félagsskap og mannlegum samskiptum. Einnig depurð og öðru sem snýr að samstarfi og samskiptum á vinnustað sem getur verið af ýmsum og fjölbreyttum toga. Nokkrir nefndu skort á aðskilnaði milli vinnu og heimilis eða 7%. Þá nefndu um 10% framtaks- og metnaðarleysi og skort á samvinnu og góðri verkefnastjórn.

Tímarit Sameykis sem er á leið í pósti til félagsmanna er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)